Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Sigfús sættir sig ekki við bannið en vill lítið tjá sig. vísir/sigurjón pétursson „Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“ Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Sjá meira
„Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Sjá meira