Skapa mögulega meistaraverk Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 12:00 Jo Berger Myhre heldur einnig úti drone-jazzsveitinni Splashgirl en kemur fram með tveimur íslenskum tónlistarmönnum í Mengi. „Við æfðum í gær en vitum ekki alveg hvað við erum að fara að gera, það er ekkert ákveðið,“ segir trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Hann kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld ásamt norska bassaleikarinn Jo Berger Myhre og saxófónleikaranum Tuma Árnasyni. Tríóið mun vera í frjálsum spuna frameftir kvöldi. „Annaðhvort kemur út meistaraverk eða það kemur ekki út meistaraverk. Þetta verður gaman og ég hlakka til,“ bætir Magnús við. Jo Berger Myhre er nú búsettur í Reykjavík og hefur á undanförnum árum orðið eftirsóttur bassaleikari, og starfar um þessar mundir meðal annars með sænska tónlistarmanninum Mariam the Believer og norsku trompetgoðsögninni Nils Petter Molvær, auk fleiri góðra verkefna. Hann heldur einnig úti drone-jazzsveitinni Splashgirl. Magnús er líklega best þekktur fyrir störf sín með Moses Hightower og Tumi fyrir að blása í gylltu flautuna fyrir hljómsveitirnar Grísalappalísu og Ojba Rasta. „Þetta verður svona ekta Mengiskvöld, þar sem enginn veit hvað gerist fyrr en þeir byrja að spila, ekki einu sinni þeir sjálfir. Það er það sem er svo skemmtilegt og spennandi við Mengi, fólk hefur algjört listrænt frelsi,“ segir Ísgerður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrú Mengis. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við æfðum í gær en vitum ekki alveg hvað við erum að fara að gera, það er ekkert ákveðið,“ segir trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Hann kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld ásamt norska bassaleikarinn Jo Berger Myhre og saxófónleikaranum Tuma Árnasyni. Tríóið mun vera í frjálsum spuna frameftir kvöldi. „Annaðhvort kemur út meistaraverk eða það kemur ekki út meistaraverk. Þetta verður gaman og ég hlakka til,“ bætir Magnús við. Jo Berger Myhre er nú búsettur í Reykjavík og hefur á undanförnum árum orðið eftirsóttur bassaleikari, og starfar um þessar mundir meðal annars með sænska tónlistarmanninum Mariam the Believer og norsku trompetgoðsögninni Nils Petter Molvær, auk fleiri góðra verkefna. Hann heldur einnig úti drone-jazzsveitinni Splashgirl. Magnús er líklega best þekktur fyrir störf sín með Moses Hightower og Tumi fyrir að blása í gylltu flautuna fyrir hljómsveitirnar Grísalappalísu og Ojba Rasta. „Þetta verður svona ekta Mengiskvöld, þar sem enginn veit hvað gerist fyrr en þeir byrja að spila, ekki einu sinni þeir sjálfir. Það er það sem er svo skemmtilegt og spennandi við Mengi, fólk hefur algjört listrænt frelsi,“ segir Ísgerður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrú Mengis. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira