Efast um að verða dansandi prestur Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2015 13:45 Saga Sigurðardóttir og dansarar Íslenska dansflokksins hafa unnið saman að verkinu frá því í haust með súfisma að leiðarljósi. Vísir/Ernir Taugar er hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni. Annar af tveimur danshöfundum sýningarinnar er Saga Sigurðardóttir en síðustu átta ár hefur hún starfað sem framsækinn danslistamaður og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Sögu sem frumsýnt er í kvöld kallast Blýkufl og hún hefur unnið að því ásamt dönsurum dansflokksins síðan í haust en þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún vinnur fyrir dansflokkinn. „Þegar ég byrjaði að vinna þetta verk var ég ákaflega innblásin af súfisma sem er ákveðinn angi af íslamstrú. Súfismi felur í sér ákveðnar helgiathafnir og það eru í raun nokkur ólík form sem eru ástunduð. Það þekktasta er líklega frá Tyrklandi þar sem iðkendurnir snúast í hringi og kuflarnir sveiflast í kringum þá. Þetta er ekki allt svona sjónrænt en á það samt sameiginlegt að vera alltaf líkamlegar athafnir. Að komast í snertingu við almættið í gegnum líkamlega hreyfingu og áreynslu. Eitt af því sem vakti athygli mína er að þetta er karlaheimur sem er í raun að fást við það sem er almennt álitið fremur kvenlægt. Markmiðið er að sleppa tökunum og nálgast alheimsást og kærleik í gegnum þessar líkamlegu athafnir og ritúalið. En svo eru súfistahreyfingarnar óneitanlega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í samhengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í veröldinni.“ Saga nam danssmíðar við ArtEZ-listaháskólann í Hollandi og kom heim fyrir átta árum og á síðustu árum hefur hún lagt stund á guðfræði samhliða því að vinna að sinni listsköpun. „Satt best að segja þá man ég ekki hvernig stendur á því að ég fór að hugsa um súfisma í tengslum við dansinn. Eflaust er það nú eitthvað tengt því sem ég hef verið að lesa í guðfræðinni. Ég lofa því nú ekki að ég komi til með að verða dansandi prestur þegar fram líða stundir, það er reyndar alls ekkert víst að ég verði prestur, en ég efast samt ekki um að það er tenging á milli dansins og almættisins. Þetta er kannski orsök þess að í þessu verki erum við að leita að fegurð í gegnum áskoranir.“ Blýkufl eftir Sögu er hluti af sýningunni Taugar ásamt verkinu Liminal eftir Karol Tyminski. „Við unnum þessi verk alveg sitt í hvoru lagi en það er svo skrýtið að engu að síður er samt einhver strengur á milli þeirra, einhver sameiginleg taug. Framundan er frumsýning í kvöld og svo er bara að snúa sér að næstu verkefnum. Ég er að vinna með leikhóp sem kallast 16 elskendur og þar eru saman komnir listamenn úr ólíkum áttum. Verkið kallast Minnisvarði og útgangspunktur þess verkefnis er sjónarspilið og sjálfið svo ég held áfram að vinna á svipuðum slóðum án þess að það hafi verið planað sérstaklega. Við stefnum að frumsýningu í mars svo það verður nóg að gera á næstunni.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Taugar er hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni. Annar af tveimur danshöfundum sýningarinnar er Saga Sigurðardóttir en síðustu átta ár hefur hún starfað sem framsækinn danslistamaður og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Sögu sem frumsýnt er í kvöld kallast Blýkufl og hún hefur unnið að því ásamt dönsurum dansflokksins síðan í haust en þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún vinnur fyrir dansflokkinn. „Þegar ég byrjaði að vinna þetta verk var ég ákaflega innblásin af súfisma sem er ákveðinn angi af íslamstrú. Súfismi felur í sér ákveðnar helgiathafnir og það eru í raun nokkur ólík form sem eru ástunduð. Það þekktasta er líklega frá Tyrklandi þar sem iðkendurnir snúast í hringi og kuflarnir sveiflast í kringum þá. Þetta er ekki allt svona sjónrænt en á það samt sameiginlegt að vera alltaf líkamlegar athafnir. Að komast í snertingu við almættið í gegnum líkamlega hreyfingu og áreynslu. Eitt af því sem vakti athygli mína er að þetta er karlaheimur sem er í raun að fást við það sem er almennt álitið fremur kvenlægt. Markmiðið er að sleppa tökunum og nálgast alheimsást og kærleik í gegnum þessar líkamlegu athafnir og ritúalið. En svo eru súfistahreyfingarnar óneitanlega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í samhengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í veröldinni.“ Saga nam danssmíðar við ArtEZ-listaháskólann í Hollandi og kom heim fyrir átta árum og á síðustu árum hefur hún lagt stund á guðfræði samhliða því að vinna að sinni listsköpun. „Satt best að segja þá man ég ekki hvernig stendur á því að ég fór að hugsa um súfisma í tengslum við dansinn. Eflaust er það nú eitthvað tengt því sem ég hef verið að lesa í guðfræðinni. Ég lofa því nú ekki að ég komi til með að verða dansandi prestur þegar fram líða stundir, það er reyndar alls ekkert víst að ég verði prestur, en ég efast samt ekki um að það er tenging á milli dansins og almættisins. Þetta er kannski orsök þess að í þessu verki erum við að leita að fegurð í gegnum áskoranir.“ Blýkufl eftir Sögu er hluti af sýningunni Taugar ásamt verkinu Liminal eftir Karol Tyminski. „Við unnum þessi verk alveg sitt í hvoru lagi en það er svo skrýtið að engu að síður er samt einhver strengur á milli þeirra, einhver sameiginleg taug. Framundan er frumsýning í kvöld og svo er bara að snúa sér að næstu verkefnum. Ég er að vinna með leikhóp sem kallast 16 elskendur og þar eru saman komnir listamenn úr ólíkum áttum. Verkið kallast Minnisvarði og útgangspunktur þess verkefnis er sjónarspilið og sjálfið svo ég held áfram að vinna á svipuðum slóðum án þess að það hafi verið planað sérstaklega. Við stefnum að frumsýningu í mars svo það verður nóg að gera á næstunni.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp