Þarf líklega að drekka aðeins meira latte Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 12:30 "Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar!“ segir Daði léttur. Vísir/Stefán Útvarpið er hátt stillt á vinnustofunni hjá Daða Guðbjörnssyni listmálara, hann er að hlusta á tónleika frá Myrkum músíkdögum. „Hluti af því að vera í þessum bransa er að fylgjast með því sem verið er að gera,“ segir hann. „Þannig fær maður inspírasjón og nútímatónlist getur verið stórskemmtileg.“ Hann er í óða önn að taka til ný vatnslitaverk til hengja upp á Mokka við Skólavörðustíg, þar opnar hann sýningu í dag. „Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðsins,“ segir hann og kveðst sjálfur koma þangað ansi oft að hitta félagana. „Þetta er næstum eins og að sýna á kaffistofu vinnustaðar síns,“ segir hann glaðlega. Stundum kveðst Daði sitja á Mokka með einum kennara sínum úr barnaskóla, Hafsteini Austmann. „Hafsteinn er eiginlega Íslandsmeistarinn í Akureyrartækninni í vatnslitun sem er þannig að hvíti liturinn er alltaf pappírinn sjálfur. Það er ekki eins og í olíunni þar sem endalaust er málað yfir og lagað, heldur þarf maður að sjást fyrir og vera heppinn. Í myndlist verður samt auðvitað alltaf að vera eitthvað óvænt, helst einhver mistök sem þarf að redda.“ Daði kveðst nota tækni sem Hafsteinn sé þekktur fyrir, hún felist í að þvo myndirnar. „Þegar málað er aftur yfir kemur fínn tónn í bakgrunninn. Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar,“ segir hann hlæjandi og kveðst hafa reynt að ná þessari vatnslitatækni í þrjátíu ár, eiginlega frá því hann byrjaði að mála. Nú telur hann það vera að takast. „Ég geri samt ekki eins stórar myndir og Hafsteinn, enda erum við ólíkir listamenn,“ segir hann. „Þarf líklega að drekka aðeins meira latte áður!“ Menning Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Útvarpið er hátt stillt á vinnustofunni hjá Daða Guðbjörnssyni listmálara, hann er að hlusta á tónleika frá Myrkum músíkdögum. „Hluti af því að vera í þessum bransa er að fylgjast með því sem verið er að gera,“ segir hann. „Þannig fær maður inspírasjón og nútímatónlist getur verið stórskemmtileg.“ Hann er í óða önn að taka til ný vatnslitaverk til hengja upp á Mokka við Skólavörðustíg, þar opnar hann sýningu í dag. „Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðsins,“ segir hann og kveðst sjálfur koma þangað ansi oft að hitta félagana. „Þetta er næstum eins og að sýna á kaffistofu vinnustaðar síns,“ segir hann glaðlega. Stundum kveðst Daði sitja á Mokka með einum kennara sínum úr barnaskóla, Hafsteini Austmann. „Hafsteinn er eiginlega Íslandsmeistarinn í Akureyrartækninni í vatnslitun sem er þannig að hvíti liturinn er alltaf pappírinn sjálfur. Það er ekki eins og í olíunni þar sem endalaust er málað yfir og lagað, heldur þarf maður að sjást fyrir og vera heppinn. Í myndlist verður samt auðvitað alltaf að vera eitthvað óvænt, helst einhver mistök sem þarf að redda.“ Daði kveðst nota tækni sem Hafsteinn sé þekktur fyrir, hún felist í að þvo myndirnar. „Þegar málað er aftur yfir kemur fínn tónn í bakgrunninn. Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar,“ segir hann hlæjandi og kveðst hafa reynt að ná þessari vatnslitatækni í þrjátíu ár, eiginlega frá því hann byrjaði að mála. Nú telur hann það vera að takast. „Ég geri samt ekki eins stórar myndir og Hafsteinn, enda erum við ólíkir listamenn,“ segir hann. „Þarf líklega að drekka aðeins meira latte áður!“
Menning Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira