Læsi undirstaða margs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 14:00 „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna,“ segir Guðrún. Mynd/úr einkasafni „Þingið er þáttur í að auka fræðslu um lestrarvanda barna bæði meðal almennings og fagfólks. Þar verða stuttir fyrirlestrar frá fólki sem þekkir vandamálið frá ýmsum hliðum og þingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir um málþing í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag milli klukkan 16.30 og 18.30. Guðrún Björt situr í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna og nokkrir af viðburðum okkar hafa verið árvissir, þar á meðal svona málþing. Svo dreifum við bókamerkjum til tíu ára barna í gegnum skólakerfið til að hvetja þau til lestrar. Fengum ljóð eftir Þórarin Eldjárn sem er vel þekktur meðal barna og er skemmtilegur og fyndinn. Í ljóðinu fjallar hann um hvernig bókin getur léð fólki vængi og opnað nýja veröld. Bók í hönd og þér halda engin bönd, bók í hönd og þú berst niður á strönd, bók í hönd og þú breytist í önd, bók í hönd, beint út í lönd.“ Guðrún segir verkefni tengd læsi barna í framkvæmd víða um land. „Lionsklúbbar úti um allt land eru með fasta viðburði í sínum skólum og nokkrir klúbbar aðstoða börn af erlendum uppruna við heimanám og lestur enda er læsi undirstaða svo margs,“ segir Guðrún og bætir við að átakið nái til 210 landa heimsins. Eftir ávarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á málþinginu mun Guðrún Björt kynna lestrarátak Lions. Næst mun Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjalla um áhrif tvítyngis á þróun læsis og Dröfn Vilhjálmsdóttir kynna verkefni bókasafns Seljaskóla sem miðar að því að efla lestraráhuga nemenda. Ingibjörg Ingólfsdóttir segir frá námskeiði byggðu á Davis-aðferðinni, fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika. Lestina rekur Guðni Olgeirsson sem kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson, fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Þingið er þáttur í að auka fræðslu um lestrarvanda barna bæði meðal almennings og fagfólks. Þar verða stuttir fyrirlestrar frá fólki sem þekkir vandamálið frá ýmsum hliðum og þingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir um málþing í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag milli klukkan 16.30 og 18.30. Guðrún Björt situr í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna og nokkrir af viðburðum okkar hafa verið árvissir, þar á meðal svona málþing. Svo dreifum við bókamerkjum til tíu ára barna í gegnum skólakerfið til að hvetja þau til lestrar. Fengum ljóð eftir Þórarin Eldjárn sem er vel þekktur meðal barna og er skemmtilegur og fyndinn. Í ljóðinu fjallar hann um hvernig bókin getur léð fólki vængi og opnað nýja veröld. Bók í hönd og þér halda engin bönd, bók í hönd og þú berst niður á strönd, bók í hönd og þú breytist í önd, bók í hönd, beint út í lönd.“ Guðrún segir verkefni tengd læsi barna í framkvæmd víða um land. „Lionsklúbbar úti um allt land eru með fasta viðburði í sínum skólum og nokkrir klúbbar aðstoða börn af erlendum uppruna við heimanám og lestur enda er læsi undirstaða svo margs,“ segir Guðrún og bætir við að átakið nái til 210 landa heimsins. Eftir ávarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á málþinginu mun Guðrún Björt kynna lestrarátak Lions. Næst mun Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjalla um áhrif tvítyngis á þróun læsis og Dröfn Vilhjálmsdóttir kynna verkefni bókasafns Seljaskóla sem miðar að því að efla lestraráhuga nemenda. Ingibjörg Ingólfsdóttir segir frá námskeiði byggðu á Davis-aðferðinni, fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika. Lestina rekur Guðni Olgeirsson sem kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson, fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira