Glænýtt „cold-wave synthapopp“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:30 Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. vísir/ernir Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.
Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira