Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Rikka skrifar 14. febrúar 2015 12:00 Visir/Getty Á morgun er komið að hinum umdeilda Valentínusardegi. Mörgum hér á landi finnst þetta óskaplega klisjulegur og óþarfur dagur. Af hverju þurfa Íslendingar þennan dag til að minna sig á ástina þegar við höfum okkar eigin bónda- og konudag? O jæja, sjálf hef ég svo sem ekki sterka skoðun á þessu en er þó á því að við erum of sjaldan minnt á það að láta fólkið í kringum okkur vita að við elskum það. En hvað með okkur sjálf, væri nú bara ekki aldeilis frábært ef tekið væri upp á því að vera með einn svona sjálfshátíðardag? Jafnvel heila helgi, þar sem að við gerum eitthvað fyrir sjálfið. Allt byrjar og endar hjá okkur sjálfum. Það er erfitt að gefa ástinni sinni súkkulaðimola úr tómum konfektkassa, er það ekki? Eins er það þegar sálin er tóm eða næringarsnauð þá getum við lítið gefið af okkur til þeirra sem við elskum mest. Við þurfum að byrja á því að rækta okkur sjálf til þess að geta gefið sem mest af okkur og þar með búið til betra samfélag. Ég mæli með því að hver og einn sem les þennan pistil velji sér einn sjálfselskudag og haldi hann hátíðlegan ár hvert, eruð þið til í það? Hér koma nokkrar tillögur að því hvað hægt er að gera í tilefni dagsins;1. Byrjaðu daginn á að horfa á þig í speglinum og hrósa þér; hrósa þér fyrir það sem gengur vel og prófaðu að segja ég elska þig við spegilmyndina. Sjáðu hvað gerist, var þetta óþægilegt? Hégómalegt? Láttu þig hafa það, lokaðu augunum, dragðu djúpt andann og andaðu rólega frá þér. Opnaðu augun og prófaðu að segja það aftur, núna án allra tauma og gagnrýni. Var þetta ekki betra?2. Í dag ætlarðu að hugsa fallega til þín eins og þú værir að hugsa til þinna nánustu. Hrósaðu þér í huganum og klappaðu þér á bakið. Áfram þú! Andaðu neikvæðum hugsunum út og jákvæðum inn, finnurðu þetta?3. Í dag er líka á bannlistanum að gagnrýna aðra á neikvæðan hátt. Það virðist stundum vera þannig að þeir, sem gagnrýna aðra mest og finna að öllum öðrum, líður verst sjálfum í eigin skinni. Vertu kærleiksbjörn í mannsmynd, prófaðu það.4. Hlúðu að líkamanum, farðu út að ganga, í ræktina eða í nudd og sýndu líkamanum þínum hvað þér þykir vænt um hann. Þú færð það margfalt til baka.5. Keyptu þér blóm, þau fegra heimilið og gefa af sér dásamlegan ilm auk þess sem þau gleðja augað og sálina.6. Notaðu tækifærið og fyrirgefðu sjálfum þér. Fyrirgefning gerir okkur frjáls úr þeim fjötrum sem við höfum oft á tíðum sjálf sett okkur í. Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Nærðu ekki nokkri einbeitingu? Þetta hefur áhrif á okkur öll, við verðum þreyttari og getum fundið fyrir eirðarleysi sem og einbeitingarskorti í þeim verkefnum sem að við eigum að skila af okkur. Allt þetta er eðlilegt en hvað er þá til ráða? 13. janúar 2015 09:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á morgun er komið að hinum umdeilda Valentínusardegi. Mörgum hér á landi finnst þetta óskaplega klisjulegur og óþarfur dagur. Af hverju þurfa Íslendingar þennan dag til að minna sig á ástina þegar við höfum okkar eigin bónda- og konudag? O jæja, sjálf hef ég svo sem ekki sterka skoðun á þessu en er þó á því að við erum of sjaldan minnt á það að láta fólkið í kringum okkur vita að við elskum það. En hvað með okkur sjálf, væri nú bara ekki aldeilis frábært ef tekið væri upp á því að vera með einn svona sjálfshátíðardag? Jafnvel heila helgi, þar sem að við gerum eitthvað fyrir sjálfið. Allt byrjar og endar hjá okkur sjálfum. Það er erfitt að gefa ástinni sinni súkkulaðimola úr tómum konfektkassa, er það ekki? Eins er það þegar sálin er tóm eða næringarsnauð þá getum við lítið gefið af okkur til þeirra sem við elskum mest. Við þurfum að byrja á því að rækta okkur sjálf til þess að geta gefið sem mest af okkur og þar með búið til betra samfélag. Ég mæli með því að hver og einn sem les þennan pistil velji sér einn sjálfselskudag og haldi hann hátíðlegan ár hvert, eruð þið til í það? Hér koma nokkrar tillögur að því hvað hægt er að gera í tilefni dagsins;1. Byrjaðu daginn á að horfa á þig í speglinum og hrósa þér; hrósa þér fyrir það sem gengur vel og prófaðu að segja ég elska þig við spegilmyndina. Sjáðu hvað gerist, var þetta óþægilegt? Hégómalegt? Láttu þig hafa það, lokaðu augunum, dragðu djúpt andann og andaðu rólega frá þér. Opnaðu augun og prófaðu að segja það aftur, núna án allra tauma og gagnrýni. Var þetta ekki betra?2. Í dag ætlarðu að hugsa fallega til þín eins og þú værir að hugsa til þinna nánustu. Hrósaðu þér í huganum og klappaðu þér á bakið. Áfram þú! Andaðu neikvæðum hugsunum út og jákvæðum inn, finnurðu þetta?3. Í dag er líka á bannlistanum að gagnrýna aðra á neikvæðan hátt. Það virðist stundum vera þannig að þeir, sem gagnrýna aðra mest og finna að öllum öðrum, líður verst sjálfum í eigin skinni. Vertu kærleiksbjörn í mannsmynd, prófaðu það.4. Hlúðu að líkamanum, farðu út að ganga, í ræktina eða í nudd og sýndu líkamanum þínum hvað þér þykir vænt um hann. Þú færð það margfalt til baka.5. Keyptu þér blóm, þau fegra heimilið og gefa af sér dásamlegan ilm auk þess sem þau gleðja augað og sálina.6. Notaðu tækifærið og fyrirgefðu sjálfum þér. Fyrirgefning gerir okkur frjáls úr þeim fjötrum sem við höfum oft á tíðum sjálf sett okkur í.
Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Nærðu ekki nokkri einbeitingu? Þetta hefur áhrif á okkur öll, við verðum þreyttari og getum fundið fyrir eirðarleysi sem og einbeitingarskorti í þeim verkefnum sem að við eigum að skila af okkur. Allt þetta er eðlilegt en hvað er þá til ráða? 13. janúar 2015 09:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00
Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00
Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00
Nærðu ekki nokkri einbeitingu? Þetta hefur áhrif á okkur öll, við verðum þreyttari og getum fundið fyrir eirðarleysi sem og einbeitingarskorti í þeim verkefnum sem að við eigum að skila af okkur. Allt þetta er eðlilegt en hvað er þá til ráða? 13. janúar 2015 09:00
Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00