Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Vísir/Ernir Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason. Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason.
Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00