Heimsfrægð sem aldrei gleymist Elín Albertsdóttir skrifar 14. febrúar 2015 11:00 Helga segir að margt ungt fólk sé afar hæfileikaríkt og gaman sé að fylgjast með því koma fram á sjónarsviðið. Mynd/Ernir Helga tók þátt í Eurovision fyrir 29 árum þegar Íslendingar tóku þátt í fyrsta skipti í keppninni. Hún aftekur ekki að fara aftur.Mynd/Ernir Handarskjálfti Helgu Möller truflaði ekki frábæran flutning á laginu Heyr mína bæn í undankeppni Eurovision-keppninnar en óneitanlega vakti hann athygli. Helga afgreiddi spurningar sem vöknuðu á Facebook daginn eftir og sagðist ekki vera alvarleg veik. Þvert á móti er Helga frísk og fjörug og hefur nóg að gera. Helga segir að enginn hafi spurt hana sjálfa út í skjálftann sem var áberandi í útsendingunni. „Nei, það þorði enginn að spyrja mig. Hins vegar voru allir í kringum mig spurðir hvort ég væri alvarlega veik,“ segir hún. „Þegar ég heyrði það fannst mér ástæða til að setja þetta á Facebook til að koma í veg fyrir að einhver veikindasaga færi í gang sem enginn fótur væri fyrir. Ég er búin að vera með þennan skjálfta frá því ég var um þrítugt. Þetta háir mér ekki en er pirrandi og hvimleitt. Skjálftinn er fjölskyldusjúkdómur sem leggst bæði á konur og karla. Hann er eingöngu í hægri hendi og eflaust hefur einhver tekið eftir því að ég skipti yfir í vinstri hönd í laginu. Þetta kemur helst fyrir þegar ég verð spennt. Ég var ekki stressuð en það var spenna í loftinu og mér fannst þetta ógurlega skemmtileg uppákoma. Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í æfingar og eflaust var það álagið í kringum þetta sem jók skjálftann,“ segir Helga og bætir við að ef þær hefðu flutt lagið aftur hefði skjálftinn lagast. „Oft hefur það gerst þegar ég kem fram á sérstökum tónleikum að ég er svolítið slæm í fyrsta laginu en síðan minnkar adrenalínið og allt verður eðlilegt.“ Helga starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og segist aldrei finna fyrir skjálfta í háloftunum. „Ekki nema þessum venjulega þegar vélin lendir í ókyrrð,“ segir hún og hlær. Vegna þess hversu lítið þetta háir henni hefur hún ekki leitað til læknis. „Eflaust er hægt að gefa einhver lyf til að halda þessu í skefjun en ég þarf ekkert á þeim að halda. Í minni fjölskyldu hlæjum við bara að þessu og köllum okkur skjálftavaktina.“Lög eftir formúlu Helga flaug til Evrópu í morgun en hún verður komin heim síðdegis og ætlar að horfa á úrslitakeppnina í kvöld. „Ég horfi alltaf á undankeppnina. Þetta er frábært skemmtiefni og gaman að fylgjast með nýjum andlitum koma fram á sjónarsviðið. Það eru tvö lög sem ég tel að komist áfram en hef þó ekki myndað mér skoðun á því hvort þeirra vinnur. Vil heldur ekki gefa upp hvaða lög það eru sem standa upp úr. Ég hafði þó rétt fyrir mér varðandi þau lög sem héldu áfram í keppninni bæði kvöldin. Mér finnst allir þátttakendur koma sínu vel til skila en lögin misjafnlega grípandi. Ungt fólk í dag er ófeimið og opið. Það hefur líka gott tækifæri til að koma sér á framfæri, til dæmis á YouTube. En það er mikil samkeppni meðal tónlistarfólks og fáir útvaldir.“Grípandi melódía Þegar Helga er spurð hvort keppnin hafi breyst í áranna rás, játar hún því. „Mér finnst lagahöfundar reyna of mikið að semja lög eftir ákveðinni formúlu. Íslendingar vilja hlusta á íslenska tónlist en þeir vilja líka vinna Eurovision. Íslensk tónlistarhefð er einstök en því miður taka okkar bestu lagahöfundar ekki þátt í þessari keppni. Þótt Heyr mína bæn sé ítalskt Eurovision-lag er það um leið mjög íslensk melódía. Þess vegna hafa margir haldið að þetta sé íslenskt lag. Það er einfalt, fallegt og grípandi.“ Eurovision-dívurnar fimm sem fluttu Heyr mína bæn voru fyrir utan Helgu, Ingibjörg Stefánsdóttir, Birgitta Haukdal, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Lagið heitir á frummálinu Non ho l'età, flutt af Gigliola Cinquetti en það var sigurlag í Eurovision 1964. Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta við lagið sem Ellý Vilhjálms flutti ári síðar.Aftur í Eurovision? Dívurnar fengu mjög góð viðbrögð við flutningnum og þegar Helga er spurð hvort þær skelli sér ekki bara næst í Eurovison, getur hún ekki varist hlátri. „Jú, hvernig væri það. Finnum gott lag og skellum okkur í keppnina. Það myndi nú vekja athygli ef fimm „stútungskerlingar“ birtust á sviðinu þótt ég vilji nú ekki kalla Birgittu og Ingibjörgu því nafni. En þær eru vissulega hoknar af reynslu. Það hefur reyndar ekki hvarflað að mér að taka þátt í þessari keppni aftur en maður skyldi aldrei segja aldrei.“ Þegar blaðamaður hermir það upp á Helgu að nú sé hún búin að viðurkenna að hún myndi ekki skorast undan þátttöku, skellir hún upp úr. „Ja, ég myndi aldrei taka þátt ein en ef upp kæmi eitthvað svona skemmtilegt, þá er aldrei að vita.“Ógleymanlegt Icy Helga hefur nokkrum sinnum tekið þátt í undankeppninni en aðeins einu sinni farið alla leið. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingar voru með í Eurovision og sendu Icy-flokkinn til Noregs með Gleðibankann. „Það var ógleymanlegt ævintýri sem mun aldrei gleymast,“ segir hún. „Maður fékk að upplifa heimsfrægð í heila viku. Það var mikið keppnisskap í Íslendingum og við ætluðum að vinna. Það kom því þjóðinni í opna skjöldu þegar við höfnuðum í sextánda sæti. Enn í dag sættist þjóðin á úrslit ef við lendum ofar en í sextánda sætinu. Samt eru 29 ár frá því að Gleðibankinn var fluttur. Það var mikið lagt í undirbúning, meðal annars útbúið myndband samkvæmt nýjustu tækni þess tíma sem hefur elst ágætlega. Búningarnir eru í eigu RÚV og að mínu áliti ættu þeir að fara á Poppminjasafnið í Reykjanesbæ. Ég sendi útvarpsstjóra hér með áskorun um það,“ segir Helga.Ég og þú Það er alltaf nóg að gera hjá Helgu. Fyrir jólin söng hún á sjö jólatónleikum. Í næsta mánuði kemur hún fram á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar ásamt Jóhanni Helgasyni. Þau mynda dúettinn Þú og ég sem hefur haft nóg að gera við alls kyns tækifæri, árshátíðir, þorrablót, stórafmæli, brúðkaup og fleira. „Það var Gunnar sem bjó til þennan dúett á sínum tíma. Það var líka hann sem kom mér á kortið, ef svo má segja, hann tók mig í prufu þegar hann var að leita að söngkonu fyrir Þú og ég. Þá var ég að syngja með hljómsveitinni Celsíus,“ rifjar Helga upp. „Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað yngra fólk þekkir lögin okkar,“ bætir hún við. Helga hefur verið í tónlistarbransanum í 43 ár þótt hún sé ekki nema 57 ára. Hún viðurkennir að það sé mikil vinna fyrir eldri poppara að halda sér á markaðnum svona lengi. „Fólk vill sem betur fer enn hlusta á mig,“ segir hún. „Söngurinn er hluti af mér og mér finnst alltaf gaman að syngja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér kynslóðabili eða æskudýrkun. Þess utan eigum við mikið af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki og ég fagna því.“Kærasti í fjarbúð Helga á eitt barnabarn sem er 9 ára og það fær oft að fara með ömmu sinni í golf en það er hennar helsta áhugamál. Kærasti hennar til fjórtán ára, Sigurður Hafsteinsson, er golfkennari og fararstjóri í golfferðum og þau spila oft á Spáni. „Við erum ekki gift, né í sambúð, svo ég kalla hann bara kærastann minn,“ segir Helga. „Stundum er þetta þægilegt fyrirkomulag en á öðrum tímum sakna ég hans ógurlega.“En kvíðir þú því að eldast? „Nei, mér hefur alltaf þótt allur aldur hafa sinn sjarma. Það er mikilvægt að sættast við aldur sinn og lifa lífinu lifandi. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af þjónustu við aldraða. Umræðan undanfarið um að aldraðir séu settir á lyf vegna manneklu þekki ég vel frá því faðir minn var á hjúkrunarheimili. Sú reynsla er ömurleg og efni í annað viðtal. Mín upplifun var að hann væri í geymslu til að deyja. Þess vegna tókum við hann heim þar sem hann lést. Ég vona að fólk berji í borðið til að koma í veg fyrir að svona sé komið fram við foreldra okkar,“ segir Helga sem verður heitt í hamsi þegar þessi mál ber á góma. En hún hlakkar til helgarinnar, enda margt skemmtilegt að gerast í lífi hennar þessa dagana. Eurovision Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Helga tók þátt í Eurovision fyrir 29 árum þegar Íslendingar tóku þátt í fyrsta skipti í keppninni. Hún aftekur ekki að fara aftur.Mynd/Ernir Handarskjálfti Helgu Möller truflaði ekki frábæran flutning á laginu Heyr mína bæn í undankeppni Eurovision-keppninnar en óneitanlega vakti hann athygli. Helga afgreiddi spurningar sem vöknuðu á Facebook daginn eftir og sagðist ekki vera alvarleg veik. Þvert á móti er Helga frísk og fjörug og hefur nóg að gera. Helga segir að enginn hafi spurt hana sjálfa út í skjálftann sem var áberandi í útsendingunni. „Nei, það þorði enginn að spyrja mig. Hins vegar voru allir í kringum mig spurðir hvort ég væri alvarlega veik,“ segir hún. „Þegar ég heyrði það fannst mér ástæða til að setja þetta á Facebook til að koma í veg fyrir að einhver veikindasaga færi í gang sem enginn fótur væri fyrir. Ég er búin að vera með þennan skjálfta frá því ég var um þrítugt. Þetta háir mér ekki en er pirrandi og hvimleitt. Skjálftinn er fjölskyldusjúkdómur sem leggst bæði á konur og karla. Hann er eingöngu í hægri hendi og eflaust hefur einhver tekið eftir því að ég skipti yfir í vinstri hönd í laginu. Þetta kemur helst fyrir þegar ég verð spennt. Ég var ekki stressuð en það var spenna í loftinu og mér fannst þetta ógurlega skemmtileg uppákoma. Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í æfingar og eflaust var það álagið í kringum þetta sem jók skjálftann,“ segir Helga og bætir við að ef þær hefðu flutt lagið aftur hefði skjálftinn lagast. „Oft hefur það gerst þegar ég kem fram á sérstökum tónleikum að ég er svolítið slæm í fyrsta laginu en síðan minnkar adrenalínið og allt verður eðlilegt.“ Helga starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og segist aldrei finna fyrir skjálfta í háloftunum. „Ekki nema þessum venjulega þegar vélin lendir í ókyrrð,“ segir hún og hlær. Vegna þess hversu lítið þetta háir henni hefur hún ekki leitað til læknis. „Eflaust er hægt að gefa einhver lyf til að halda þessu í skefjun en ég þarf ekkert á þeim að halda. Í minni fjölskyldu hlæjum við bara að þessu og köllum okkur skjálftavaktina.“Lög eftir formúlu Helga flaug til Evrópu í morgun en hún verður komin heim síðdegis og ætlar að horfa á úrslitakeppnina í kvöld. „Ég horfi alltaf á undankeppnina. Þetta er frábært skemmtiefni og gaman að fylgjast með nýjum andlitum koma fram á sjónarsviðið. Það eru tvö lög sem ég tel að komist áfram en hef þó ekki myndað mér skoðun á því hvort þeirra vinnur. Vil heldur ekki gefa upp hvaða lög það eru sem standa upp úr. Ég hafði þó rétt fyrir mér varðandi þau lög sem héldu áfram í keppninni bæði kvöldin. Mér finnst allir þátttakendur koma sínu vel til skila en lögin misjafnlega grípandi. Ungt fólk í dag er ófeimið og opið. Það hefur líka gott tækifæri til að koma sér á framfæri, til dæmis á YouTube. En það er mikil samkeppni meðal tónlistarfólks og fáir útvaldir.“Grípandi melódía Þegar Helga er spurð hvort keppnin hafi breyst í áranna rás, játar hún því. „Mér finnst lagahöfundar reyna of mikið að semja lög eftir ákveðinni formúlu. Íslendingar vilja hlusta á íslenska tónlist en þeir vilja líka vinna Eurovision. Íslensk tónlistarhefð er einstök en því miður taka okkar bestu lagahöfundar ekki þátt í þessari keppni. Þótt Heyr mína bæn sé ítalskt Eurovision-lag er það um leið mjög íslensk melódía. Þess vegna hafa margir haldið að þetta sé íslenskt lag. Það er einfalt, fallegt og grípandi.“ Eurovision-dívurnar fimm sem fluttu Heyr mína bæn voru fyrir utan Helgu, Ingibjörg Stefánsdóttir, Birgitta Haukdal, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Lagið heitir á frummálinu Non ho l'età, flutt af Gigliola Cinquetti en það var sigurlag í Eurovision 1964. Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta við lagið sem Ellý Vilhjálms flutti ári síðar.Aftur í Eurovision? Dívurnar fengu mjög góð viðbrögð við flutningnum og þegar Helga er spurð hvort þær skelli sér ekki bara næst í Eurovison, getur hún ekki varist hlátri. „Jú, hvernig væri það. Finnum gott lag og skellum okkur í keppnina. Það myndi nú vekja athygli ef fimm „stútungskerlingar“ birtust á sviðinu þótt ég vilji nú ekki kalla Birgittu og Ingibjörgu því nafni. En þær eru vissulega hoknar af reynslu. Það hefur reyndar ekki hvarflað að mér að taka þátt í þessari keppni aftur en maður skyldi aldrei segja aldrei.“ Þegar blaðamaður hermir það upp á Helgu að nú sé hún búin að viðurkenna að hún myndi ekki skorast undan þátttöku, skellir hún upp úr. „Ja, ég myndi aldrei taka þátt ein en ef upp kæmi eitthvað svona skemmtilegt, þá er aldrei að vita.“Ógleymanlegt Icy Helga hefur nokkrum sinnum tekið þátt í undankeppninni en aðeins einu sinni farið alla leið. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingar voru með í Eurovision og sendu Icy-flokkinn til Noregs með Gleðibankann. „Það var ógleymanlegt ævintýri sem mun aldrei gleymast,“ segir hún. „Maður fékk að upplifa heimsfrægð í heila viku. Það var mikið keppnisskap í Íslendingum og við ætluðum að vinna. Það kom því þjóðinni í opna skjöldu þegar við höfnuðum í sextánda sæti. Enn í dag sættist þjóðin á úrslit ef við lendum ofar en í sextánda sætinu. Samt eru 29 ár frá því að Gleðibankinn var fluttur. Það var mikið lagt í undirbúning, meðal annars útbúið myndband samkvæmt nýjustu tækni þess tíma sem hefur elst ágætlega. Búningarnir eru í eigu RÚV og að mínu áliti ættu þeir að fara á Poppminjasafnið í Reykjanesbæ. Ég sendi útvarpsstjóra hér með áskorun um það,“ segir Helga.Ég og þú Það er alltaf nóg að gera hjá Helgu. Fyrir jólin söng hún á sjö jólatónleikum. Í næsta mánuði kemur hún fram á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar ásamt Jóhanni Helgasyni. Þau mynda dúettinn Þú og ég sem hefur haft nóg að gera við alls kyns tækifæri, árshátíðir, þorrablót, stórafmæli, brúðkaup og fleira. „Það var Gunnar sem bjó til þennan dúett á sínum tíma. Það var líka hann sem kom mér á kortið, ef svo má segja, hann tók mig í prufu þegar hann var að leita að söngkonu fyrir Þú og ég. Þá var ég að syngja með hljómsveitinni Celsíus,“ rifjar Helga upp. „Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað yngra fólk þekkir lögin okkar,“ bætir hún við. Helga hefur verið í tónlistarbransanum í 43 ár þótt hún sé ekki nema 57 ára. Hún viðurkennir að það sé mikil vinna fyrir eldri poppara að halda sér á markaðnum svona lengi. „Fólk vill sem betur fer enn hlusta á mig,“ segir hún. „Söngurinn er hluti af mér og mér finnst alltaf gaman að syngja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér kynslóðabili eða æskudýrkun. Þess utan eigum við mikið af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki og ég fagna því.“Kærasti í fjarbúð Helga á eitt barnabarn sem er 9 ára og það fær oft að fara með ömmu sinni í golf en það er hennar helsta áhugamál. Kærasti hennar til fjórtán ára, Sigurður Hafsteinsson, er golfkennari og fararstjóri í golfferðum og þau spila oft á Spáni. „Við erum ekki gift, né í sambúð, svo ég kalla hann bara kærastann minn,“ segir Helga. „Stundum er þetta þægilegt fyrirkomulag en á öðrum tímum sakna ég hans ógurlega.“En kvíðir þú því að eldast? „Nei, mér hefur alltaf þótt allur aldur hafa sinn sjarma. Það er mikilvægt að sættast við aldur sinn og lifa lífinu lifandi. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af þjónustu við aldraða. Umræðan undanfarið um að aldraðir séu settir á lyf vegna manneklu þekki ég vel frá því faðir minn var á hjúkrunarheimili. Sú reynsla er ömurleg og efni í annað viðtal. Mín upplifun var að hann væri í geymslu til að deyja. Þess vegna tókum við hann heim þar sem hann lést. Ég vona að fólk berji í borðið til að koma í veg fyrir að svona sé komið fram við foreldra okkar,“ segir Helga sem verður heitt í hamsi þegar þessi mál ber á góma. En hún hlakkar til helgarinnar, enda margt skemmtilegt að gerast í lífi hennar þessa dagana.
Eurovision Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira