Gleymist raunhagkerfið enn? Skjóðan skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira