Þar rímar saman hljóð og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:30 „Við erum að mæla allt út,“ segir Tumi sem var í óðaönn að koma fyrir græjum í Hafnarborg þegar myndin var tekin. Vísir/GVA „Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira