Körfubolti

Allir nema einn spá KR sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Finnur Freyr Stefánsson og Hrafn Kristjánsson, Stjörnunni, mætast með lið sín í dag.
KR-ingurinn Finnur Freyr Stefánsson og Hrafn Kristjánsson, Stjörnunni, mætast með lið sín í dag. Vísir/Stefán
Fréttablaðið fékk sex leikmenn úr sex liðum úr bæði Dominos-deild karla og kvenna í körfubolta til að spá um úrslitaleikina í Powerade-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag.

Fimm af sex spá KR-liðinu sigri í karlaleiknum og það er aðeins Þórsarinn Grétar Ingi Erlendsson sem hefur trú á Stjörnuliðinu.

Það er útlit fyrir mjög spennandi úrslitaleik því það eru jafn margar sem spá Keflavík sigri og spá Grindavík sigri. Snæfellingurinn, Haukakonan og Blikinn spá Keflavík sigri en Valsarinn, Hamarsstelpan og KR-ingurinn hafa meiri trú á Grindavík.

Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól

KR vinnur með 7 stigum

Maður leiksins: Michael Craion, KR

Logi Gunnarsson, Njarðvík

KR vinnur með 7 stigum

Maður leiksins: Helgi Már Magnússon, KR

Emil Barja, Haukum

KR vinnur með 9 stigum

Maður leiksins: Michael Craion, KR

Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorl.

Stjarnan vinnur með 2 stigum

Maður leiksins: Marvin Valdimarsson, Stjörnunni

Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík

KR vinnur með 4 stigum

Maður leiksins: Helgi Már Magnússon, KR

Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli

KR vinnur með 16 stigum

Maður leiksins: Michael Craion, KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×