Heiður að spila einleik á hátíðartónleikunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2015 13:00 Einleikararnir Lilja og Ásta Kristín ætla að taka því rólega í dag og undirbúa sig andlega undir kvöldið. „Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira