Hugmyndir Hitlers lifa enn sínu lífi Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2015 12:00 BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp