Ringulreið í flóttamannabúðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. mars 2015 10:15 Zaatari-búðirnar. Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Fréttablaðið/Tamara Baari Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Flóttamenn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn.
Flóttamenn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira