Fæ að leika skörunga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2015 13:00 Feðginin Júlía Margrét og Einar á förum upp í Borgarnes að æfa Skálmöld sem þau sýna þar næstu helgar. Vísir/GVA „Ég er nú bara að lesa og búa mig undir sýninguna sem við pabbi ætlum að vera með í Landnámssetrinu annað kvöld klukkan átta. Aðeins að reyna að ná textanum og koma mér í gírinn fyrir Steinvöru Sighvatsdóttur,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir glaðlega þegar slegið er á þráðinn til hennar. Hún ætlar að túlka söguna Skálmöld með höfundinum föður sínum, Einari Kárasyni, á Söguloftinu í Borgarnesi en hún fjallar um stórbrotin örlög, ris og fall fjölskyldu á Sturlungaöld. Júlía Margrét mun bregða sér í ýmis hlutverk, meira að segja Halldóru, húsfreyju á Grund, móður aðalpersónunnar Sturlu Sighvatssonar sem faðir hennar leikur. Júlía Margrét segir þau feðgin hafa tekið nokkrar góðar æfingar í Borgarnesi undanfarið og vera á förum þangað. „Það er mikilvægt fyrir mig að kynnast staðnum vel því ég er að koma þar fram í fyrsta skipti en þetta er sjötta sýningin hans pabba,“ segir Júlía og kveðst orðin spennt. „Ég hef ekkert komið fram á sviði síðan ég var í Herranótt þegar ég var sautján ára, þá lék ég gamlan karl í einhverjar fimm mínútur, þannig að þetta er stórt skref fram á við á mínum leikferli, sem líklega verður ekki mikið lengri en þetta! En nú fæ ég að leika skörunga – það dugar ekkert minna!“ Skáldsagan Skálmöld er fjórða og síðasta bókin í bókaflokki Einars sem byggður er á Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar. Hún fjallar um uppgang Sturlu Sighvatssonar og dramatísk örlög hans, föður hans og bræðra. Sagan er skrifuð sem eintöl fjölda persóna, karla og kvenna, sem upplifðu þennan viðburðaríka tíma. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er nú bara að lesa og búa mig undir sýninguna sem við pabbi ætlum að vera með í Landnámssetrinu annað kvöld klukkan átta. Aðeins að reyna að ná textanum og koma mér í gírinn fyrir Steinvöru Sighvatsdóttur,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir glaðlega þegar slegið er á þráðinn til hennar. Hún ætlar að túlka söguna Skálmöld með höfundinum föður sínum, Einari Kárasyni, á Söguloftinu í Borgarnesi en hún fjallar um stórbrotin örlög, ris og fall fjölskyldu á Sturlungaöld. Júlía Margrét mun bregða sér í ýmis hlutverk, meira að segja Halldóru, húsfreyju á Grund, móður aðalpersónunnar Sturlu Sighvatssonar sem faðir hennar leikur. Júlía Margrét segir þau feðgin hafa tekið nokkrar góðar æfingar í Borgarnesi undanfarið og vera á förum þangað. „Það er mikilvægt fyrir mig að kynnast staðnum vel því ég er að koma þar fram í fyrsta skipti en þetta er sjötta sýningin hans pabba,“ segir Júlía og kveðst orðin spennt. „Ég hef ekkert komið fram á sviði síðan ég var í Herranótt þegar ég var sautján ára, þá lék ég gamlan karl í einhverjar fimm mínútur, þannig að þetta er stórt skref fram á við á mínum leikferli, sem líklega verður ekki mikið lengri en þetta! En nú fæ ég að leika skörunga – það dugar ekkert minna!“ Skáldsagan Skálmöld er fjórða og síðasta bókin í bókaflokki Einars sem byggður er á Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar. Hún fjallar um uppgang Sturlu Sighvatssonar og dramatísk örlög hans, föður hans og bræðra. Sagan er skrifuð sem eintöl fjölda persóna, karla og kvenna, sem upplifðu þennan viðburðaríka tíma.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira