10 leiðir að hollari eldamennsku Rikka skrifar 6. mars 2015 14:00 Ber bæta heilsuna Vísir/Getty Með því að gera örlitlar breytingar í eldamennskunni geturðu gert matinn hollari fyrir þig og fjölskylduna. Hérna koma tíu góð ráð sem einfalt er að tileinka sér.Bakaðu Fjölmargan mat er hægt að baka í ofni í stað þess að steikja á pönnu eða djúpsteikja. Með því að nota bakaraofninn minnkarðu fituna sem þú notar til steikingar. Kjúklingabringur, kjötbollur, kartöflur og beikon, þetta er allt hægt að baka í ofni og verður ekki síðra á bragðið.Blandaðu Blandaðu safann frekar í blandara en í djúsvél, þannig haldast næringarefnin og trefjarnar í ávöxtunum og grænmetinu. Þegar þú notar djúsvél þá tekurðu svo margt af þessu frá.Góð fita Bættu góðri fitu í matinn; örlítil lárpera, fræ, hnetur eða góð ólífuolía. Hafðu bara í huga að vera með temmilega skammtastærð. Þín eigin krydd Búðu til þínar eigin kryddblöndur. Þessar tilbúnu eru oft stútfullar af allt of miklu salti og jafnvel sykri í þokkabót. Fáðu innblástur af því að skoða kryddblöndur á vefnum.KremduKremdu hvítlaukinn í stað þess að saxa hann og láttu hann standa í 15 mínútur. Með því að kremja hann þá verður efnahvati í hvítlauknum sem eykur á hollustuna.Skolaðu Skolaðu alltaf baunir úr krukkum eða dósum, þær eru stundum vaðandi í sulli og salti og því öruggara að skola þær áður en þær eru notaðar. Með því að auka þekkingu þína á hráefnum og nýtingu þeirra bætir þú matseldina. Bættu í Bættu litlum soðnum og kældum baunum út í kökudeigið og kjötbollurnar, þannig eykurðu prótín í matvörunni á einfaldan og hollan hátt. Það er líka frábært að bæta smá möluðum hörfræjum út í pönnukökudeigið.Grísk jógúrt Gríska jógúrt má nota í staðinn fyrir rjóma, majónes og nýmjólk í mörgum uppskriftum og er alls ekki síðra á bragðið.Eldaðu rétt Með því að elda ávexti og grænmeti rétt heldurðu næringarefnunum í þeim. Ekki ofelda matinn. Gufusuða er ein besta eldunaraðferðin fyrir grænmeti.Sítrusávextir Notaðu safann af C-vítamínríku sítrusávöxtum í staðinn fyrir sósur og dressingu. Einfaldur sítrónusafi er ljúffengur á grillaða kjúklingabringu og ekki síðri á salatið með örlítilli ólífuolíu. Heilsa Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Með því að gera örlitlar breytingar í eldamennskunni geturðu gert matinn hollari fyrir þig og fjölskylduna. Hérna koma tíu góð ráð sem einfalt er að tileinka sér.Bakaðu Fjölmargan mat er hægt að baka í ofni í stað þess að steikja á pönnu eða djúpsteikja. Með því að nota bakaraofninn minnkarðu fituna sem þú notar til steikingar. Kjúklingabringur, kjötbollur, kartöflur og beikon, þetta er allt hægt að baka í ofni og verður ekki síðra á bragðið.Blandaðu Blandaðu safann frekar í blandara en í djúsvél, þannig haldast næringarefnin og trefjarnar í ávöxtunum og grænmetinu. Þegar þú notar djúsvél þá tekurðu svo margt af þessu frá.Góð fita Bættu góðri fitu í matinn; örlítil lárpera, fræ, hnetur eða góð ólífuolía. Hafðu bara í huga að vera með temmilega skammtastærð. Þín eigin krydd Búðu til þínar eigin kryddblöndur. Þessar tilbúnu eru oft stútfullar af allt of miklu salti og jafnvel sykri í þokkabót. Fáðu innblástur af því að skoða kryddblöndur á vefnum.KremduKremdu hvítlaukinn í stað þess að saxa hann og láttu hann standa í 15 mínútur. Með því að kremja hann þá verður efnahvati í hvítlauknum sem eykur á hollustuna.Skolaðu Skolaðu alltaf baunir úr krukkum eða dósum, þær eru stundum vaðandi í sulli og salti og því öruggara að skola þær áður en þær eru notaðar. Með því að auka þekkingu þína á hráefnum og nýtingu þeirra bætir þú matseldina. Bættu í Bættu litlum soðnum og kældum baunum út í kökudeigið og kjötbollurnar, þannig eykurðu prótín í matvörunni á einfaldan og hollan hátt. Það er líka frábært að bæta smá möluðum hörfræjum út í pönnukökudeigið.Grísk jógúrt Gríska jógúrt má nota í staðinn fyrir rjóma, majónes og nýmjólk í mörgum uppskriftum og er alls ekki síðra á bragðið.Eldaðu rétt Með því að elda ávexti og grænmeti rétt heldurðu næringarefnunum í þeim. Ekki ofelda matinn. Gufusuða er ein besta eldunaraðferðin fyrir grænmeti.Sítrusávextir Notaðu safann af C-vítamínríku sítrusávöxtum í staðinn fyrir sósur og dressingu. Einfaldur sítrónusafi er ljúffengur á grillaða kjúklingabringu og ekki síðri á salatið með örlítilli ólífuolíu.
Heilsa Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira