Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2015 13:00 „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna. Vísir/GVA „Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson. Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson.
Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp