Aflar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2015 16:30 Guðjón Friðriksson var með kaffi fyrir nánustu fjölskyldu í gær í tilefni sjötugsafmælisins. Hann segist kannski hafa meira við þegar hann verður 75 ára. Vísir/Pjetur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni. Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni.
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira