Fögnum og grátum með náunga okkar Toshiki Toma skrifar 11. mars 2015 07:00 Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Toshiki Toma Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar