Frjáls framlög eða fjárfestingar? Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Hvað ætli hafi vakað fyrir útgerðunum sem ákváðu að gefa einungis þingmönnum og þingmannsefnum Sjálfstæðisflokksins peninga fyrir síðustu kosningar? Þeir sömu ákváðu að auki að styrkja nær eingöngu núverandi stjórnarflokka, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Réð góðvilji í garð frambjóðendanna för? Óneitanlega vekur athygli að einungis þingmenn eða þingmannsefni Sjálfstæðisflokks fengu peninga frá útgerðarfyrirtækjum. Er það tilviljun, eða ekki? Og er það tilviljun að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur einn beitt sér gegn breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, og hefur haft betur? Breytingar verða ekki gerðar, einmitt að kröfu þingflokksins. Hvorki hér né annars staðar á að fullyrða að útgerðin hafi með peningagjöfunum keypt sér friðhelgi, stuðning og haft þannig áhrif á störf þingmanna. Það var fréttastofa Ríkisútvarpsins sem tók saman upplýsingar um styrki útgerðarinnar í landinu til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Í úttektinni kom fram að nokkuð yfir 75 prósent af þeim peningum sem gefnir voru til stjórnmálaflokka fóru til núverandi stjórnarflokka. Í fréttinni sagði: „Þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu Samfylkinguna um 900.000 krónur samtals. Eitt fyrirtæki lét Pírata fá hundrað þúsund kall. Fjögur fyrirtæki styrktu Bjarta framtíð um 325.000 krónur og eitt fyrirtæki styrkti Vinstri græna um 250 þúsund krónur.“ Þetta er ekki mikið í samanburði við það sem stjórnarflokkarnir fengu. Framsóknarflokknum fékk gefnar 7,4 milljónir króna, eða 36,6 prósent heildarstuðnings fyrirtækjanna, Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmar sjö milljónir króna, eða tæp þrjátíu prósent af heildargreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar vorið 2013. Eðlilega vakna efasemdir þegar fjársterk fyrirtæki, sem eiga mikið undir hvernig þingið og þingmenn starfa, veita peninga til valinna þingmanna og flokka. Í okkar litla hagkerfi, kunningjasamfélagi og fámenni getur mjög sterk staða fyrirtækja haft áhrif á það fólk sem er kjörið til að taka ákvarnir. Ekki þarf alltaf peninga til. Útgerðin, drjúgur hluti hennar hið minnsta, hefur keypt mestan hluta Morgunblaðsins. Engin launung er með eignarhaldið, það er öllum ljóst. Hvort eigendur blaðsins hafa keypt það til að auðgast eða til að koma á framfæri eigin hagsmunum er annað mál. Þau sem efast um hlutleysi Morgunablaðsins geta hafnað blaðinu. Blaðið getur vissulega haft áhrif, en það hefur ekki vald. Öðru máli gegnir um þingmenn og stjórnmálaflokka. Þar er valdið. Erfitt er að benda á að þiggjendur peninganna hafi misbeitt valdi sínu í viðleitni sinni til að gera gefandanum til geðs. Það kemur ekki í veg fyrir að spurningar vakni. Höfðu peningagjafir útgerðarfyrirtækja áhrif á afstöðu, til að mynda þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir beittu óformlegu neitunarvaldi sínu og komu þannig í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á lögum um stjórn fiskveiða? Breytingar sem gefendur peninganna lögðust gegn. Best er að trúa á það góða í manninum og að ekkert óeðlilegt eða óheiðarlegt hafi verið gert. Samt verður að spyrja, voru gjafirnar frjáls framlög eða fjárfestingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hvað ætli hafi vakað fyrir útgerðunum sem ákváðu að gefa einungis þingmönnum og þingmannsefnum Sjálfstæðisflokksins peninga fyrir síðustu kosningar? Þeir sömu ákváðu að auki að styrkja nær eingöngu núverandi stjórnarflokka, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Réð góðvilji í garð frambjóðendanna för? Óneitanlega vekur athygli að einungis þingmenn eða þingmannsefni Sjálfstæðisflokks fengu peninga frá útgerðarfyrirtækjum. Er það tilviljun, eða ekki? Og er það tilviljun að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur einn beitt sér gegn breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, og hefur haft betur? Breytingar verða ekki gerðar, einmitt að kröfu þingflokksins. Hvorki hér né annars staðar á að fullyrða að útgerðin hafi með peningagjöfunum keypt sér friðhelgi, stuðning og haft þannig áhrif á störf þingmanna. Það var fréttastofa Ríkisútvarpsins sem tók saman upplýsingar um styrki útgerðarinnar í landinu til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Í úttektinni kom fram að nokkuð yfir 75 prósent af þeim peningum sem gefnir voru til stjórnmálaflokka fóru til núverandi stjórnarflokka. Í fréttinni sagði: „Þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu Samfylkinguna um 900.000 krónur samtals. Eitt fyrirtæki lét Pírata fá hundrað þúsund kall. Fjögur fyrirtæki styrktu Bjarta framtíð um 325.000 krónur og eitt fyrirtæki styrkti Vinstri græna um 250 þúsund krónur.“ Þetta er ekki mikið í samanburði við það sem stjórnarflokkarnir fengu. Framsóknarflokknum fékk gefnar 7,4 milljónir króna, eða 36,6 prósent heildarstuðnings fyrirtækjanna, Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmar sjö milljónir króna, eða tæp þrjátíu prósent af heildargreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar vorið 2013. Eðlilega vakna efasemdir þegar fjársterk fyrirtæki, sem eiga mikið undir hvernig þingið og þingmenn starfa, veita peninga til valinna þingmanna og flokka. Í okkar litla hagkerfi, kunningjasamfélagi og fámenni getur mjög sterk staða fyrirtækja haft áhrif á það fólk sem er kjörið til að taka ákvarnir. Ekki þarf alltaf peninga til. Útgerðin, drjúgur hluti hennar hið minnsta, hefur keypt mestan hluta Morgunblaðsins. Engin launung er með eignarhaldið, það er öllum ljóst. Hvort eigendur blaðsins hafa keypt það til að auðgast eða til að koma á framfæri eigin hagsmunum er annað mál. Þau sem efast um hlutleysi Morgunablaðsins geta hafnað blaðinu. Blaðið getur vissulega haft áhrif, en það hefur ekki vald. Öðru máli gegnir um þingmenn og stjórnmálaflokka. Þar er valdið. Erfitt er að benda á að þiggjendur peninganna hafi misbeitt valdi sínu í viðleitni sinni til að gera gefandanum til geðs. Það kemur ekki í veg fyrir að spurningar vakni. Höfðu peningagjafir útgerðarfyrirtækja áhrif á afstöðu, til að mynda þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir beittu óformlegu neitunarvaldi sínu og komu þannig í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á lögum um stjórn fiskveiða? Breytingar sem gefendur peninganna lögðust gegn. Best er að trúa á það góða í manninum og að ekkert óeðlilegt eða óheiðarlegt hafi verið gert. Samt verður að spyrja, voru gjafirnar frjáls framlög eða fjárfestingar?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun