Ég vænti þess að menn vilji vinna titla með sínu félagi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:00 Sveinbjörn spilar ekki fyrir annað félag en ÍR. Vísir/stefán ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira