Klámáhorf maka gerir mig brjálaða sigga dögg skrifar 13. mars 2015 14:00 Vísir/Getty Spurning: Þannig er málið með mig að mér þykir ekki skemmtilegt að maðurinn minn horfir á klám á bak við mig, sérstaklega af því að hann horfir, að mér finnst, á eitthvað sem er ekki eðlilegt. Tek það aftur fram, að þetta er mín skoðun (þarf ekki að vera rétt). Ég veit ekki hvað ég á að segja við hann eða hvernig ég á að snúa mér í þessu. Ég verð alltaf bara reið og pirruð. Hvað er eðlilegt að horfa á? Og er hann kannski bara ekki með neinn áhuga á mér fyrst hann horfir á eitthvað sem er ALLS EKKERT líkt mér?Svar: Sko. Nú er full ástæða til að tala við manninn þinn og láta í ljós upplifun þína. Ef eitthvað angrar þig þá er það þinn réttur, og í raun skylda, að ræða það við maka þinn svo þið getið leyst úr því. Mörgum konum hugnast ekki klám af margvíslegum ástæðum og þú talar um áhorf á bak við þig, myndir þú vilja að hann gerði það frekar með þér? Sum pör horfa saman á klám og velja þá í sameiningu eitthvað sem hentar þeim eða lesa upp erótískar sögur. Þetta þarf ekki að vera eitthvað sem hentar ykkur en það er allavega einn punktur í því að virkja ímyndunaraflið og fara að tala um fantasíur. Hvað varðar klámið, þá er ágætt að hafa eftirfarandi punkta bak við eyrað. Það er erfitt að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki þar sem fantasíur eru ólíkar en það er gott að muna að fantasía þarf ekki að eiga neitt skylt við raunveruleikann. Það þarf ekki að vera tenging á milli þess sem hann horfir á og þess sem hann langar að gera. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti þeirra sem nota klám nota það til örvunar fyrir sjálfsfróun og líta ekki á fólkið í klámi sem fyrirmynd að maka. Því þarft þú ekki að óttast áhugaleysi á þér ef fólkið í klámi er ólíkt þér í útliti. Það að stunda sjálfsfróun í sambandi er fullkomlega eðlilegt og mjög algengt og er ekki höfnun á þér. Ef hann sýnir þér hins vegar lítinn sem engan áhuga þá er það áhyggjuefni út af fyrir sig, en mig grunar að það tengist ekki leikurunum í kláminu. Ef klámáhorf hans er farið að trufla þig og ykkar kynlíf á þann hátt að hann getur ekki notið kynlífs með þér án þess að hafa klám á hliðarlínunni, eða kýs það fram yfir kynlíf með þér, þá er klám augljóst vandamál. Nú væri gott að spjalla við hann á opinskáan og einlægan hátt um þínar tilfinningar og spyrja hann hvernig hann upplifir klám og af hverju hann sækir í að horfa á það sem hann horfir á. Þessu ættuð þið að geta leyst úr í sameiningu. Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Spurning: Þannig er málið með mig að mér þykir ekki skemmtilegt að maðurinn minn horfir á klám á bak við mig, sérstaklega af því að hann horfir, að mér finnst, á eitthvað sem er ekki eðlilegt. Tek það aftur fram, að þetta er mín skoðun (þarf ekki að vera rétt). Ég veit ekki hvað ég á að segja við hann eða hvernig ég á að snúa mér í þessu. Ég verð alltaf bara reið og pirruð. Hvað er eðlilegt að horfa á? Og er hann kannski bara ekki með neinn áhuga á mér fyrst hann horfir á eitthvað sem er ALLS EKKERT líkt mér?Svar: Sko. Nú er full ástæða til að tala við manninn þinn og láta í ljós upplifun þína. Ef eitthvað angrar þig þá er það þinn réttur, og í raun skylda, að ræða það við maka þinn svo þið getið leyst úr því. Mörgum konum hugnast ekki klám af margvíslegum ástæðum og þú talar um áhorf á bak við þig, myndir þú vilja að hann gerði það frekar með þér? Sum pör horfa saman á klám og velja þá í sameiningu eitthvað sem hentar þeim eða lesa upp erótískar sögur. Þetta þarf ekki að vera eitthvað sem hentar ykkur en það er allavega einn punktur í því að virkja ímyndunaraflið og fara að tala um fantasíur. Hvað varðar klámið, þá er ágætt að hafa eftirfarandi punkta bak við eyrað. Það er erfitt að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki þar sem fantasíur eru ólíkar en það er gott að muna að fantasía þarf ekki að eiga neitt skylt við raunveruleikann. Það þarf ekki að vera tenging á milli þess sem hann horfir á og þess sem hann langar að gera. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti þeirra sem nota klám nota það til örvunar fyrir sjálfsfróun og líta ekki á fólkið í klámi sem fyrirmynd að maka. Því þarft þú ekki að óttast áhugaleysi á þér ef fólkið í klámi er ólíkt þér í útliti. Það að stunda sjálfsfróun í sambandi er fullkomlega eðlilegt og mjög algengt og er ekki höfnun á þér. Ef hann sýnir þér hins vegar lítinn sem engan áhuga þá er það áhyggjuefni út af fyrir sig, en mig grunar að það tengist ekki leikurunum í kláminu. Ef klámáhorf hans er farið að trufla þig og ykkar kynlíf á þann hátt að hann getur ekki notið kynlífs með þér án þess að hafa klám á hliðarlínunni, eða kýs það fram yfir kynlíf með þér, þá er klám augljóst vandamál. Nú væri gott að spjalla við hann á opinskáan og einlægan hátt um þínar tilfinningar og spyrja hann hvernig hann upplifir klám og af hverju hann sækir í að horfa á það sem hann horfir á. Þessu ættuð þið að geta leyst úr í sameiningu.
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira