Smíðar smáskip í hjáverkum á Flateyri Guðrún Ansnes skrifar 19. mars 2015 12:00 Úlfar hefur ofboðslega gaman af að dúlla við skipin. Hann stefnir á að eyða meiri tíma í áhugamálið og minni tíma í hefðbundinn vinnudag. Mynd/Páll Önundarson Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson Aldrei fór ég suður Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson
Aldrei fór ég suður Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira