Spáin fór aðeins í taugarnar á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Benedikt óttast ekki Stólana. Vísir/Pjetur Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld. Haukar taka á móti Keflavík á meðan Þór sækir Tindastól heim í Skagafirðinum. „Ætli við leggjum ekki í hann um hádegisleytið. Þetta er keyrsla en skemmtileg á þessum tíma,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, en hann var þá nýkominn úr klippingu. Strákurinn vill líta vel út í úrslitakeppninni. „Okkur var spáð níunda sæti fyrir tímabilið. Þá kom ekki annað til greina en að komast í úrslitakeppnina. Ég tek þessa spá aldrei inn á mig en viðurkenni að það fór aðeins í taugarnar á mér að menn hefðu ekki trú á að við kæmumst í úrslitakeppnina. Við endum alltaf ofar en okkur er spáð og mér finnst stundum að mínir strákar megi fá meiri virðingu fyrir það sem þeir eru að gera,“ segir þjálfarinn. Lið hans hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og spilar því við liðið í öðru sæti. Benedikt hefur tvisvar stýrt liði sem hafnaði í öðru sæti en féll svo úr leik. „Við þekkjum hvernig þetta er og það er allt hægt í þessum leik. Við höfum fulla trú á því að við getum slegið Stólana út. Við þurfum samt toppleik frá öllum til þess að vinna þá,“ segir Benedikt en nú þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi verið rétt að breyta á þann hátt. „Það er auðvitað erfiðara fyrir liðin sem lenda neðar að koma á óvart en ég er mjög hrifinn af þessu. Með þessu fyrirkomulagi vinnur besta liðið. Ég vil hafa nóg af körfubolta þegar veislan byrjar loksins og húsin fara að fyllast.“ Benedikt er afar hjátrúarfullur maður þótt það hafi farið minnkandi með árunum. Ef lið hans vinnur leik þá mætir hann til leiks í sömu fötum í næsta leik. Á árum áður skipti hann þó stundum um föt í hálfleik. „Þetta er bara einhver geðveiki í manni,“ segir Benedikt léttur. Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld. Haukar taka á móti Keflavík á meðan Þór sækir Tindastól heim í Skagafirðinum. „Ætli við leggjum ekki í hann um hádegisleytið. Þetta er keyrsla en skemmtileg á þessum tíma,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, en hann var þá nýkominn úr klippingu. Strákurinn vill líta vel út í úrslitakeppninni. „Okkur var spáð níunda sæti fyrir tímabilið. Þá kom ekki annað til greina en að komast í úrslitakeppnina. Ég tek þessa spá aldrei inn á mig en viðurkenni að það fór aðeins í taugarnar á mér að menn hefðu ekki trú á að við kæmumst í úrslitakeppnina. Við endum alltaf ofar en okkur er spáð og mér finnst stundum að mínir strákar megi fá meiri virðingu fyrir það sem þeir eru að gera,“ segir þjálfarinn. Lið hans hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og spilar því við liðið í öðru sæti. Benedikt hefur tvisvar stýrt liði sem hafnaði í öðru sæti en féll svo úr leik. „Við þekkjum hvernig þetta er og það er allt hægt í þessum leik. Við höfum fulla trú á því að við getum slegið Stólana út. Við þurfum samt toppleik frá öllum til þess að vinna þá,“ segir Benedikt en nú þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi verið rétt að breyta á þann hátt. „Það er auðvitað erfiðara fyrir liðin sem lenda neðar að koma á óvart en ég er mjög hrifinn af þessu. Með þessu fyrirkomulagi vinnur besta liðið. Ég vil hafa nóg af körfubolta þegar veislan byrjar loksins og húsin fara að fyllast.“ Benedikt er afar hjátrúarfullur maður þótt það hafi farið minnkandi með árunum. Ef lið hans vinnur leik þá mætir hann til leiks í sömu fötum í næsta leik. Á árum áður skipti hann þó stundum um föt í hálfleik. „Þetta er bara einhver geðveiki í manni,“ segir Benedikt léttur.
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira