Körfubolti

Er loksins komið að því hjá Flake?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrell Flake í leik með Tindastóli.
Darrell Flake í leik með Tindastóli. Vísir/Valli
Darrell Flake og félagar í Tindastól taka á móti Þór í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla en þetta verður sjötta úrslitakeppni Flake á Íslandi.

Darrell Flake hefur hins vegar aldrei upplifað það að vinna seríu í úrslitakeppni í úrvalsdeild karla á Íslandi því lið hans hafa alltaf tapað í átta liða úrslitum.

Í raun hefur Flake aðeins fagnað sigri í 2 af 12 leikjum sínum. Hvort sem það var KR (2003), Skallagrímur (2007 og 2008), Grindavík (2010) eða Þór (2013) þá var hann alltaf kominn í sumarfrí áður en undanúrslitin hófust. Eitt af þessum fimm töpum var með mótherjum hans í Þór í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum. Þór endaði þá í öðru sæti í deildinni en tapaði 2-0 fyrir KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Þá spá allir Tindastól sigri í seríunni á móti Þór og nú er hugsanlega loksins komið að því að Flake komist í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×