5.221 kílómetri fyrir þrjú stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfarar. fréttablaðið/valli Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira