Mætir þegar maður er valinn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira