Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 08:00 Emil spilar í fyrsta sinn með tattúið í landsleik með Íslandi. fréttablaðið/frikki Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira