Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/vilhelm Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira