Kaldhæðnisleg örlög Krists Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. apríl 2015 07:00 Grátbólgin móðir fer með bænir frammi fyrir líkneski af Maríu mey, hún biður fyrir syni sínum sem er á sjónum. Þegar hún snýr sér við til að fara á brott má sjá tár renna úr augum líkneskisins því það veit að sonurinn drukknaði. Þessa harmþrungnu sögu sagði gríska skáldið Konstantínos Kavafís í einu ljóða sinna. Kemur það ætíð í koll mér um páskahátíðina þegar líkneski eru borin um bæi og borgir hér í Andalúsíu. Þó að ég sé genginn af trúnni tala ég til líkneskis Jesús enda fer þar frummynd frönsku byltingarinnar. „Njóttu þess að vera borinn á höndum,“ segi ég. „Þú afhjúpaðir hræsnarana sem gátu stjórnað með því að halda lýðnum í fávisku og þröngsýni. Sagðir prestunum að hjartalag skækjunnar væri betra en þeirra, faríseunum að líta inn á við áður en þeir dæmdu og yfirvaldinu sagðir þú að til væri annað yfirvald sem ekki stjórnaði af hégóma, vopnum, vélráðum og veraldlegu prjáli. Þú sem hentir gráðugu kaupmönnunum út úr musterinu.“ Hér á Spáni var alþýðunni stjórnað með þessu hætti. Veraldleg og andleg yfirvöld ásamt landeigendum héldu henni í heljargreipum fáfræðinnar og óttans. Hvað hafast þessir menn við í dag? Svo var það einn daginn að ég las páskapistil Jóns Baldvins Hannibalssonar sem kynnti sér páskaprjál sveitunganna hér í Andalúsíu að ég fór að leiða hugann að því hverjir það eru sem bera líkneski Krists um borgir og bæi. Það er einmitt aðallinn sem hann atti kappi við forðum, farísear nútímans, andlega og veraldlega yfirvaldið, landeigendurnir sem héldu lýðnum í fáviskuvistarböndum, leifarnar af fylgismönnum Francos og afturhaldsöflin sem taka nýjum og ferskum vindum eins og ógn við vald sitt. Reyndar leggur Antonio Banderas sínar herðar til í páskaprjálinu í Málaga en látum það liggja milli hluta. Ég held áfram að tala við líkneskið eftir þessa uppgötvun. Ég er reyndar farinn að biðja eins og sjómannsmóðirin forðum. Ég bið „fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáningunni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Grátbólgin móðir fer með bænir frammi fyrir líkneski af Maríu mey, hún biður fyrir syni sínum sem er á sjónum. Þegar hún snýr sér við til að fara á brott má sjá tár renna úr augum líkneskisins því það veit að sonurinn drukknaði. Þessa harmþrungnu sögu sagði gríska skáldið Konstantínos Kavafís í einu ljóða sinna. Kemur það ætíð í koll mér um páskahátíðina þegar líkneski eru borin um bæi og borgir hér í Andalúsíu. Þó að ég sé genginn af trúnni tala ég til líkneskis Jesús enda fer þar frummynd frönsku byltingarinnar. „Njóttu þess að vera borinn á höndum,“ segi ég. „Þú afhjúpaðir hræsnarana sem gátu stjórnað með því að halda lýðnum í fávisku og þröngsýni. Sagðir prestunum að hjartalag skækjunnar væri betra en þeirra, faríseunum að líta inn á við áður en þeir dæmdu og yfirvaldinu sagðir þú að til væri annað yfirvald sem ekki stjórnaði af hégóma, vopnum, vélráðum og veraldlegu prjáli. Þú sem hentir gráðugu kaupmönnunum út úr musterinu.“ Hér á Spáni var alþýðunni stjórnað með þessu hætti. Veraldleg og andleg yfirvöld ásamt landeigendum héldu henni í heljargreipum fáfræðinnar og óttans. Hvað hafast þessir menn við í dag? Svo var það einn daginn að ég las páskapistil Jóns Baldvins Hannibalssonar sem kynnti sér páskaprjál sveitunganna hér í Andalúsíu að ég fór að leiða hugann að því hverjir það eru sem bera líkneski Krists um borgir og bæi. Það er einmitt aðallinn sem hann atti kappi við forðum, farísear nútímans, andlega og veraldlega yfirvaldið, landeigendurnir sem héldu lýðnum í fáviskuvistarböndum, leifarnar af fylgismönnum Francos og afturhaldsöflin sem taka nýjum og ferskum vindum eins og ógn við vald sitt. Reyndar leggur Antonio Banderas sínar herðar til í páskaprjálinu í Málaga en látum það liggja milli hluta. Ég held áfram að tala við líkneskið eftir þessa uppgötvun. Ég er reyndar farinn að biðja eins og sjómannsmóðirin forðum. Ég bið „fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáningunni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun