Nýtt lag Diktu: Létu Þjóðverja öskra sig áfram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 17:00 Skúli Gestsson segir það hafa verið viðbrigði að vinna með þýska upptökustjóranum, en sveitin er vön að stýra upptökum sjálf. Mynd/Florian Trykowski Hljómsveitin Dikta hefur lokið við tökur og vinnslu á nýrri plötu sem kemur út í september. Þetta verður fyrsta plata sveitarinnar í um fjögur ár og jafnframt fimmta breiðskífa sveitarinnar. „Platan er alveg tilbúin,“ segir Skúli Gestsson, bassaleikari sveitarinnar, og bætir við: „En við liggjum á henni eins og ormar á gulli.“ Hann segir að ástæða þess að sveitin bíði með útgáfu plötunnar sé að hún komi út samtímis hér á landi og erlendis. „Það er ekki eins hlaupið að því að gefa plötuna út erlendis og við ákváðum því að bíða aðeins með hana.“ Skúli segir að sveitin hafi farið nýjar leiðir á þessari óútkomnu plötu, sem enn á eftir að finna titil á. „Við unnum plötuna með þýska upptökustjóranum Sky Van Hoff. „Við höfum sjálfir séð um upptökustjórn á tveimur síðustu plötunum okkar og gert allt þess háttar á eigin spýtur. Þetta voru því skemmtileg viðbrigði,“ útskýrir hann og bætir við að sveitin hafi farið tvisvar til Þýskalands og dvalið hjá Van Hoff. „Það er fátt sem knýr mann áfram eins og reiður maður sem talar þýsku. Hann tók okkur alveg í gegn, við erum vanir að stjórna okkur sjálfir.” Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Sink or Swim. Tónlist Tengdar fréttir Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Hljómsveitin vinnur í fyrsta sinn í tíu ár með upptökustjóra. Dikta hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2011. 14. febrúar 2015 10:00 Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Tónlistarmaðurinn Skrillex kemur fram á Sónar hátíðinni á laugardag. Hann kom síðast til Íslands fyrir átta árum. 11. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur lokið við tökur og vinnslu á nýrri plötu sem kemur út í september. Þetta verður fyrsta plata sveitarinnar í um fjögur ár og jafnframt fimmta breiðskífa sveitarinnar. „Platan er alveg tilbúin,“ segir Skúli Gestsson, bassaleikari sveitarinnar, og bætir við: „En við liggjum á henni eins og ormar á gulli.“ Hann segir að ástæða þess að sveitin bíði með útgáfu plötunnar sé að hún komi út samtímis hér á landi og erlendis. „Það er ekki eins hlaupið að því að gefa plötuna út erlendis og við ákváðum því að bíða aðeins með hana.“ Skúli segir að sveitin hafi farið nýjar leiðir á þessari óútkomnu plötu, sem enn á eftir að finna titil á. „Við unnum plötuna með þýska upptökustjóranum Sky Van Hoff. „Við höfum sjálfir séð um upptökustjórn á tveimur síðustu plötunum okkar og gert allt þess háttar á eigin spýtur. Þetta voru því skemmtileg viðbrigði,“ útskýrir hann og bætir við að sveitin hafi farið tvisvar til Þýskalands og dvalið hjá Van Hoff. „Það er fátt sem knýr mann áfram eins og reiður maður sem talar þýsku. Hann tók okkur alveg í gegn, við erum vanir að stjórna okkur sjálfir.” Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Sink or Swim.
Tónlist Tengdar fréttir Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Hljómsveitin vinnur í fyrsta sinn í tíu ár með upptökustjóra. Dikta hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2011. 14. febrúar 2015 10:00 Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Tónlistarmaðurinn Skrillex kemur fram á Sónar hátíðinni á laugardag. Hann kom síðast til Íslands fyrir átta árum. 11. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Hljómsveitin vinnur í fyrsta sinn í tíu ár með upptökustjóra. Dikta hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2011. 14. febrúar 2015 10:00
Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Tónlistarmaðurinn Skrillex kemur fram á Sónar hátíðinni á laugardag. Hann kom síðast til Íslands fyrir átta árum. 11. febrúar 2015 08:00