Hátíðleiki Berglind Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu. Í vaxandi mæli eru haldnar hátíðir á Íslandi, litlar og stórar. Danshátíðir, tónlistarhátíðir, tölvuleikjahátíðir, barnamenningarhátíðir, myndlistarhátíðir, veiðikvikmyndahátíðir, venjulegar kvikmyndahátíðir og hvaðeina. Fólk flykkist á hátíðir daginn út og inn, velur sér einfaldlega hátíð eftir áhugasviði, kaupir hátíðarpassa og er svo á upplifunarfylleríi nokkra daga í röð. Þetta er stórkostlegt fyrirbæri, að anda svona djúpt að sér, fylla á skilningarvitin á nokkrum dögum og blása svo rólega frá meðan maður bíður spenntur eftir næstu hátíð. Hátíðir eru auðvitað frábær vettvangur fyrir fólk á sama áhugasviði að koma saman og ræða málin en geta að sama skapi vakið upp snobbpúka í þeim sem telja sig sérfræðinga í viðfangsefninu hverju sinni. Ég kynni að öllum líkindum ekki deili á neinum listamönnum á sjónlistahátíð sem nú stendur yfir, en hef engu að síður mikinn áhuga á að mæta og njóta og vera í stuði. Þess vegna er svo leiðinlegt að lenda í gæjanum sem segir ehh, veistu ekki hver þetta er? Þetta er sko frægasti gúmmískúlptúrgerðarmaður í heimi, auli. Takk, bless og fyrirgefðu, svara ég um hæl og hrökklast heim að skammast mín fyrir að hafa ekki lesið stubb á Wikipediu áður en ég lagði af stað. Fólk er hrætt við dans. Fólk er hrætt við djass. Guð veit að ég er hrædd við veiðikvikmyndagerð. Af því að ég veit ekkert um hana. Það besta er að vera með opið hjarta og kynna sér málin. Kýla bara á það og kaupa sér miða á veiðikvikmyndahátíð eða gúmmígerðarhátíð og tjékka á hlutunum. Og þá er svo gott að þeir sem taka á móti manni séu ekki með súrrealískan skúlptúr uppi í rassgatinu og taki vel á móti, fræði og séu mjúkir. Gleðilegar alls konar hátíðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu. Í vaxandi mæli eru haldnar hátíðir á Íslandi, litlar og stórar. Danshátíðir, tónlistarhátíðir, tölvuleikjahátíðir, barnamenningarhátíðir, myndlistarhátíðir, veiðikvikmyndahátíðir, venjulegar kvikmyndahátíðir og hvaðeina. Fólk flykkist á hátíðir daginn út og inn, velur sér einfaldlega hátíð eftir áhugasviði, kaupir hátíðarpassa og er svo á upplifunarfylleríi nokkra daga í röð. Þetta er stórkostlegt fyrirbæri, að anda svona djúpt að sér, fylla á skilningarvitin á nokkrum dögum og blása svo rólega frá meðan maður bíður spenntur eftir næstu hátíð. Hátíðir eru auðvitað frábær vettvangur fyrir fólk á sama áhugasviði að koma saman og ræða málin en geta að sama skapi vakið upp snobbpúka í þeim sem telja sig sérfræðinga í viðfangsefninu hverju sinni. Ég kynni að öllum líkindum ekki deili á neinum listamönnum á sjónlistahátíð sem nú stendur yfir, en hef engu að síður mikinn áhuga á að mæta og njóta og vera í stuði. Þess vegna er svo leiðinlegt að lenda í gæjanum sem segir ehh, veistu ekki hver þetta er? Þetta er sko frægasti gúmmískúlptúrgerðarmaður í heimi, auli. Takk, bless og fyrirgefðu, svara ég um hæl og hrökklast heim að skammast mín fyrir að hafa ekki lesið stubb á Wikipediu áður en ég lagði af stað. Fólk er hrætt við dans. Fólk er hrætt við djass. Guð veit að ég er hrædd við veiðikvikmyndagerð. Af því að ég veit ekkert um hana. Það besta er að vera með opið hjarta og kynna sér málin. Kýla bara á það og kaupa sér miða á veiðikvikmyndahátíð eða gúmmígerðarhátíð og tjékka á hlutunum. Og þá er svo gott að þeir sem taka á móti manni séu ekki með súrrealískan skúlptúr uppi í rassgatinu og taki vel á móti, fræði og séu mjúkir. Gleðilegar alls konar hátíðir.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun