Hollráð sem hlustandi er á Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Samtök atvinnulífsins halda í dag ársfund sinn í Hörpu undir yfirskriftinni „gerum betur“. Í riti með sama heiti sem samtökin gefa út í dag er farið yfir nokkrar leiðir til að gera Ísland að „betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki“. Skemmst er frá því að segja að tillögur samtakanna virðast mestanpart bæði skynsamlegar og líklegar til að auka hagsæld bæði fólks og fyrirtækja. Nefna má sem dæmi tillögu um „þjóðhagsráð“ þar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar hverju sinni, seðlabankastjóri og forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hittist reglulega til að stilla saman strengi. Þá er stungið upp á því að Seðlabankinn bæti við „plús“ í peningastefnuna „verðbólgumarkmið plús“ sem rætt hefur verið um að taki hér við eftir höft. Til að fá „verðbólgumarkmið plús plús“ á Seðlabankinn að beita sér gegn ósjálfbærri hækkun raungengis krónunnar. Örugglega skynsamlegt. Önnur tillaga snýr að því hvernig auka megi árangur í stjórn ríkisfjármála með því að koma á „útgjaldareglu“ til viðbótar við fyrirhugaða afkomu- og skuldareglu sem nú bíður afgreiðslu Alþingis. Útgjaldareglan myndi binda árlegan nafnvöxt opinberra útgjalda og hjálpa til við að viðhalda stöðugleika í þensluástandi. Stóru óvissuþættirnir í efnahagsmálum þjóðarinnar fá líka umfjöllun í ritinu, en það eru kjarasamningar og afnám gjaldeyrishaftanna. Vel má taka undir ákall samtakanna um umbætur að norrænni fyrirmynd til þess að hér hætti deilur á vinnumarkaði að ógna stöðugleika. Líklega getur gengið að koma slíku kerfi á í umhverfi þar sem aðrir ytri þættir ógna ekki stöðugleikanum, svona eins og verðsveiflur út af óstöðugum gjaldmiðli. Í höftum hefur nefnilega gengið ágætlega að viðhalda stöðugleika. Í riti Samtaka atvinnulífsins er bent á að aðstæður til afnáms hafta gætu vart verið betri og verður að teljast líklegt að nú bresti á með stærri skrefum í þá átt. Á kynningu greiningardeildar Arion banka í gærmorgun voru líka rifjuð upp orð ráðamanna í þá veru. Á ársfundi Seðlabankans í marslok sagði seðlabankastjóri „hilla undir afgerandi skref“ og fjármálaráðherra talaði um stórar ákvarðanir á fyrri hluta þessa árs, 2015 yrði ár „aðgerða og lausna“ hvað gjaldeyrishöft varðaði. Svo sagði forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknar um síðustu helgi ekki um annað að ræða en hrinda í framkvæmd losun hafta fyrir þinglok. Samtök atvinnulífsins benda á að huga þurfi að heildarmyndinni: lausn snjóhengjunnar megi ekki raska efnahagslegum stöðugleika, innan lands og utan þarf trú á afnámsferlinu, og að setja þurfi hagsmuni lífeyrissjóðanna í forgang. Þarna saknar maður einskis nema kannski að einhverju sé bætt við um að tryggja verði að allur almenningur beri ekki kostnað af afnáminu. Seint verður sátt um annan forsendubrest. Og hvers virði væri þá skuldaniðurfellingin? Mögulega fellur þessi árétting þó undir athugasemd samtakanna um að ekki megi raska efnahagslegum stöðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Samtök atvinnulífsins halda í dag ársfund sinn í Hörpu undir yfirskriftinni „gerum betur“. Í riti með sama heiti sem samtökin gefa út í dag er farið yfir nokkrar leiðir til að gera Ísland að „betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki“. Skemmst er frá því að segja að tillögur samtakanna virðast mestanpart bæði skynsamlegar og líklegar til að auka hagsæld bæði fólks og fyrirtækja. Nefna má sem dæmi tillögu um „þjóðhagsráð“ þar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar hverju sinni, seðlabankastjóri og forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hittist reglulega til að stilla saman strengi. Þá er stungið upp á því að Seðlabankinn bæti við „plús“ í peningastefnuna „verðbólgumarkmið plús“ sem rætt hefur verið um að taki hér við eftir höft. Til að fá „verðbólgumarkmið plús plús“ á Seðlabankinn að beita sér gegn ósjálfbærri hækkun raungengis krónunnar. Örugglega skynsamlegt. Önnur tillaga snýr að því hvernig auka megi árangur í stjórn ríkisfjármála með því að koma á „útgjaldareglu“ til viðbótar við fyrirhugaða afkomu- og skuldareglu sem nú bíður afgreiðslu Alþingis. Útgjaldareglan myndi binda árlegan nafnvöxt opinberra útgjalda og hjálpa til við að viðhalda stöðugleika í þensluástandi. Stóru óvissuþættirnir í efnahagsmálum þjóðarinnar fá líka umfjöllun í ritinu, en það eru kjarasamningar og afnám gjaldeyrishaftanna. Vel má taka undir ákall samtakanna um umbætur að norrænni fyrirmynd til þess að hér hætti deilur á vinnumarkaði að ógna stöðugleika. Líklega getur gengið að koma slíku kerfi á í umhverfi þar sem aðrir ytri þættir ógna ekki stöðugleikanum, svona eins og verðsveiflur út af óstöðugum gjaldmiðli. Í höftum hefur nefnilega gengið ágætlega að viðhalda stöðugleika. Í riti Samtaka atvinnulífsins er bent á að aðstæður til afnáms hafta gætu vart verið betri og verður að teljast líklegt að nú bresti á með stærri skrefum í þá átt. Á kynningu greiningardeildar Arion banka í gærmorgun voru líka rifjuð upp orð ráðamanna í þá veru. Á ársfundi Seðlabankans í marslok sagði seðlabankastjóri „hilla undir afgerandi skref“ og fjármálaráðherra talaði um stórar ákvarðanir á fyrri hluta þessa árs, 2015 yrði ár „aðgerða og lausna“ hvað gjaldeyrishöft varðaði. Svo sagði forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknar um síðustu helgi ekki um annað að ræða en hrinda í framkvæmd losun hafta fyrir þinglok. Samtök atvinnulífsins benda á að huga þurfi að heildarmyndinni: lausn snjóhengjunnar megi ekki raska efnahagslegum stöðugleika, innan lands og utan þarf trú á afnámsferlinu, og að setja þurfi hagsmuni lífeyrissjóðanna í forgang. Þarna saknar maður einskis nema kannski að einhverju sé bætt við um að tryggja verði að allur almenningur beri ekki kostnað af afnáminu. Seint verður sátt um annan forsendubrest. Og hvers virði væri þá skuldaniðurfellingin? Mögulega fellur þessi árétting þó undir athugasemd samtakanna um að ekki megi raska efnahagslegum stöðugleika.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun