List í lifandi ferli Magnús Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 12:00 Listakonan Anna Rún vinnur mikið með lífræn efni og lifandi ferli í verkum sínum. Visir/Valli Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós." Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós."
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira