Helgir staðir þriggja landa Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 12:00 Helgistaður í Póllandi. Ljósmynd Adam Szukala Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira