Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. vísir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki. Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki.
Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44