Börn Margrétar sváfu undir berum himni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hér er Margrét með nokkrum barnanna á heimilinu. Yngsta barnið er tveggja ára en það elsta er sautján ára. Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41