Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Guðrún Ansnes skrifar 4. maí 2015 08:00 Meðlimir hljómsveitarinnar sitja nú við skrif á efni fyrir nýja plötu. Vísir/Ronja Mogensen „Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin. Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin.
Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira