Meðgönguljóð frumflytja nýja smásögu á Vísi Magnús Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 10:15 Birkir Blær, Álfur Birkir Bjarnason, Valgerður Þóroddsdóttir, Fríða Ísberg og Kristján Guðjónsson eru á meðal ungu skáldanna sem starfa innan vébanda Meðgönguljóða og frumflytja smásögu á Vísi í dag. Vísir/Ernir Meðgönguljóð er jaðarbókaútgáfa ungra ljóðskálda sem var stofnuð árið 2011. Síðan þá hafa Meðgönguljóð vaxið nokkuð jafnt og þétt og fengið mjög svo jákvæðar viðtökur í bókmenntaheiminum. Meðgönguljóð leggja mikla áherslu á að kynna til leiks ung og efnileg skáld sem og að auka aðgengi að ljóðinu í dagsins önn. Birkir Blær er á meðal ungu skáldanna innan vébanda Meðgönguljóða en samstarf hans við útgáfuna hófst með óvenjulegum hætti á síðasta ári með ljóðabók sem kom út í athugasemdakerfi Vísis þar sem Birkir Blær skipti ljóðum inn fyrir athugasemdir. „Ég er reyndar meira í prósanum en ljóðinu en mér fannst þessi hugmynd sem var unnin í samstarfi við Vísi og Meðgönguljóð of góð til þess að láta hana fram hjá sér fara. Valgerður Þóroddsdóttir hjá Meðgönguljóðum vann að þessari hugmynd með mér og í framhaldinu fórum við að tala við fleiri skáld innan forlagsins með þá hugmynd að færa út kvíarnar í útgáfunni. Okkur langaði einkum til þess að gefa út eina og eina smásögu í senn þar sem það er form sem hentar ákaflega vel fyrir lesendur til þess að grípa með sér í dagsins önn. Þetta er leið til þess að færa skáldskap nær fólki, hafa hann aðgengilegan og hversdagslegri.“ Í dag kemur út smásagan El Dorado eftir Birki Blæ sem verður fyrsta sagan í smásagnaseríu Meðgönguljóða.Sagan birtist á myndbandi hér á Vísi í upplestri höfundar – án endurgjalds og aðgengileg í dagsins önn.„Þessi birting er tilraun til að miðla íslenskum skáldskap á nýtískulegan hátt, svo áhugasamir geti nálgast sögurnar fyrirhafnarlaust. Fólk á ekki oft leið út í bókabúð, en nánast hver einasti maður gluggar örstutt inn á forsíðuna á Vísi á hverjum einasta degi og því kom upp sú hugmynd að smella íslenskri smásögu þar í hilluna. Þeir sem hafa áhuga á íslenskum skáldskap geta þá gefið sér tíma til að hlusta á söguna, án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð út í bókabúð til að grafa hana upp,“ útskýrir Birkir Blær. „Með smásagnaseríunni er markmiðið að gefa út eina og eina smásögu í senn eftir upprennandi höfunda og blása þannig lífi í smásagnahefðina á Íslandi. Þetta er nokkuð löng smásaga og hentar þeim best sem hafa nægan tíma til að halla sér aftur í sófanum heima og hlusta í rólegheitunum, eða þeim sem þurfa að vaska mjög mikið upp og geta haft lesturinn í eyrunum. Eða eitthvað í þeim dúr.“Birkir Blær Ingólfsson.Vísir/ErnirSagan El Dorado er upphafspunktur á nýrri vegferð Meðgönguljóða. Forlagið hefur hingað til eingöngu fengist við útgáfu ljóðabóka, en í dag kynnir það tvær nýjar bókaseríur og mun héðan í frá einnig gefa út smásögur í seríunni Meðgöngumál og fræðigreinaseríuna Meðgöngufræ. Birkir Blær segir stefnuna vera að gefa út eina og eina smásögu í senn – í stað þess að gefa út heil smásagnasöfn – og sömuleiðis eina og eina fræðigrein. „Með fræðigreinaseríunni vonumst við til þess að geta leyst fræðigreinar og vangaveltur úr heimi háskólasamfélagsins – sem oft og tíðum virkar dálítið lokað og óaðgengilegt – og gert þær að hversdagslegra lesefni sem á ekki aðeins erindi við háskólamenntaða spekinga, heldur einnig venjulegt ungt fólk í strætó.“ Til að fagna fyrstu smásögunni, sem og nýju seríunum tveimur sem væntanlegar eru, munu Meðgönguljóð standa fyrir upplestrarkvöldi og allsherjarfögnuði á Lofti Hosteli í kvöld. Þar auglýsir forlagið einnig eftir nýjum handritum, og upprennandi skáld og spekingar geta skilað handritum fyrir nýjar seríur Meðgönguljóða.Hægt er að horfa á El Dorado eftir Birki Blæ í spilaranum hér ofar í fréttinni og á sjónvarpsvef Vísis. Menning Tengdar fréttir Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðgönguljóð er jaðarbókaútgáfa ungra ljóðskálda sem var stofnuð árið 2011. Síðan þá hafa Meðgönguljóð vaxið nokkuð jafnt og þétt og fengið mjög svo jákvæðar viðtökur í bókmenntaheiminum. Meðgönguljóð leggja mikla áherslu á að kynna til leiks ung og efnileg skáld sem og að auka aðgengi að ljóðinu í dagsins önn. Birkir Blær er á meðal ungu skáldanna innan vébanda Meðgönguljóða en samstarf hans við útgáfuna hófst með óvenjulegum hætti á síðasta ári með ljóðabók sem kom út í athugasemdakerfi Vísis þar sem Birkir Blær skipti ljóðum inn fyrir athugasemdir. „Ég er reyndar meira í prósanum en ljóðinu en mér fannst þessi hugmynd sem var unnin í samstarfi við Vísi og Meðgönguljóð of góð til þess að láta hana fram hjá sér fara. Valgerður Þóroddsdóttir hjá Meðgönguljóðum vann að þessari hugmynd með mér og í framhaldinu fórum við að tala við fleiri skáld innan forlagsins með þá hugmynd að færa út kvíarnar í útgáfunni. Okkur langaði einkum til þess að gefa út eina og eina smásögu í senn þar sem það er form sem hentar ákaflega vel fyrir lesendur til þess að grípa með sér í dagsins önn. Þetta er leið til þess að færa skáldskap nær fólki, hafa hann aðgengilegan og hversdagslegri.“ Í dag kemur út smásagan El Dorado eftir Birki Blæ sem verður fyrsta sagan í smásagnaseríu Meðgönguljóða.Sagan birtist á myndbandi hér á Vísi í upplestri höfundar – án endurgjalds og aðgengileg í dagsins önn.„Þessi birting er tilraun til að miðla íslenskum skáldskap á nýtískulegan hátt, svo áhugasamir geti nálgast sögurnar fyrirhafnarlaust. Fólk á ekki oft leið út í bókabúð, en nánast hver einasti maður gluggar örstutt inn á forsíðuna á Vísi á hverjum einasta degi og því kom upp sú hugmynd að smella íslenskri smásögu þar í hilluna. Þeir sem hafa áhuga á íslenskum skáldskap geta þá gefið sér tíma til að hlusta á söguna, án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð út í bókabúð til að grafa hana upp,“ útskýrir Birkir Blær. „Með smásagnaseríunni er markmiðið að gefa út eina og eina smásögu í senn eftir upprennandi höfunda og blása þannig lífi í smásagnahefðina á Íslandi. Þetta er nokkuð löng smásaga og hentar þeim best sem hafa nægan tíma til að halla sér aftur í sófanum heima og hlusta í rólegheitunum, eða þeim sem þurfa að vaska mjög mikið upp og geta haft lesturinn í eyrunum. Eða eitthvað í þeim dúr.“Birkir Blær Ingólfsson.Vísir/ErnirSagan El Dorado er upphafspunktur á nýrri vegferð Meðgönguljóða. Forlagið hefur hingað til eingöngu fengist við útgáfu ljóðabóka, en í dag kynnir það tvær nýjar bókaseríur og mun héðan í frá einnig gefa út smásögur í seríunni Meðgöngumál og fræðigreinaseríuna Meðgöngufræ. Birkir Blær segir stefnuna vera að gefa út eina og eina smásögu í senn – í stað þess að gefa út heil smásagnasöfn – og sömuleiðis eina og eina fræðigrein. „Með fræðigreinaseríunni vonumst við til þess að geta leyst fræðigreinar og vangaveltur úr heimi háskólasamfélagsins – sem oft og tíðum virkar dálítið lokað og óaðgengilegt – og gert þær að hversdagslegra lesefni sem á ekki aðeins erindi við háskólamenntaða spekinga, heldur einnig venjulegt ungt fólk í strætó.“ Til að fagna fyrstu smásögunni, sem og nýju seríunum tveimur sem væntanlegar eru, munu Meðgönguljóð standa fyrir upplestrarkvöldi og allsherjarfögnuði á Lofti Hosteli í kvöld. Þar auglýsir forlagið einnig eftir nýjum handritum, og upprennandi skáld og spekingar geta skilað handritum fyrir nýjar seríur Meðgönguljóða.Hægt er að horfa á El Dorado eftir Birki Blæ í spilaranum hér ofar í fréttinni og á sjónvarpsvef Vísis.
Menning Tengdar fréttir Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30