Bankar eða veiðileyfi? Þorvaldur Gylfason skrifar 7. maí 2015 07:00 Bankar eru mikilvægar stofnanir líkt og t.d. flugfélög. Bankar eru samgöngufyrirtæki í þeim skilningi að þeim er ætlað að flytja fé á milli fólks og fyrirtækja gegn þóknun líkt og flugfélög flytja fólk og varning milli staða. Strangar öryggiskröfur eru gerðar til flugfélaga. Flugvirkjar sjá um viðhald vélanna til að tryggja að öllum kröfum sé fullnægt. Læknar fylgjast með heilsu flugmanna. Þá sjaldan flugvélum hlekkist á, eru atvikin rannsökuð í þaula. Engum dettur í hug að afgreiða flugslys með því að segja: Þetta er búið og gert, horfum fram á veginn. Drukkinn flugmaður er sóttur til saka þótt honum takist að lenda klakklaust. Lög og reglur kveða einnig á um samkeppni í flugi. Alþjóðasamfélagið vakir yfir öryggi í háloftunum. Flugrekstur er yfirleitt ekki mikill gróðavegur. Sjaldgæft er að stjórnmálamenn seilist til áhrifa í flugfélögum.Eftirlit Að réttu lagi ættu sömu sjónarmið að gilda um bankastarfsemi. Sú var raunin í Bandaríkjunum og víðar um heiminn eftir kreppuna miklu sem skall á 1929. Bankar hrundu þúsundum saman. Bandaríkjaþing setti þá lög til að banna bönkum að braska með sparifé, Glass-Steagall-lögin. Það hreif. Allt var með þokkalega kyrrum kjörum í bandarísku bankalífi þar til fennt hafði yfir minninguna um kreppuna 60 árum síðar og þingið dró úr bankaeftirliti að undirlagi bankanna sjálfra. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki mokuðu fé í þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi til að veikja viðnámsþrótt þeirra. Hvernig hefðu sömu þingmenn brugðizt við tillögu flugfélaga um minna öryggiseftirlit með heilbrigði flugmanna og viðhaldi véla? Spurningin svarar sér sjálf. Að sönnu er samkeppnin hörð á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu í krafti samkeppnislaga. Samt eru sumir bankar enn kallaðir of stórir til að falla (e. too big to fail). Í þessu ástandi felst dulinn ríkisstyrkur til bankanna sem leiðir af sér óhóflega áhættusækni. Ríkisstyrkir til einkarekstrar, leyndir eða ljósir, draga úr ábyrgð og hagkvæmni í rekstri. Bandarískir og evrópskir bankar hafa undangengin ár orðið uppvísir að lögbrotum (innherjasvikum, markaðsmisnotkun o.fl.) og hafa þurft að greiða háar sektir, en bankamenn hafa þó yfirleitt sloppið við dóma. Fyndinn maður sagði: Þetta er eins og að sekta hringveginn fyrir of hraðan akstur.Yfirráð Hér heima er vandinn að því leyti tilfinnanlegri en í Bandaríkjunum og úti í Evrópu, að hér er engri erlendri samkeppni til að dreifa í bankarekstri. Innlendir bankar ganga á lagið. Þeir neyta fákeppnisstöðu sinnar til að heimta hærri vexti af lántakendum en þeir gætu ella gert og greiða lægri vexti af innstæðum. Þess vegna er vaxtamunurinn, þ.e. munur útlánsvaxta og innlánsvaxta, meiri á Íslandi en í nálægum löndum. Þess vegna eru bankarnir óhagkvæmir í rekstri eins og jafnvel Seðlabankinn finnur að í nýrri skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og enn of stórir, sjö árum eftir hrun. Þannig var þetta fyrir hrun eins og ég margbenti á hér í Fréttablaðinu og víðar, þótt Seðlabankinn þrætti þá. Yfirráð yfir íslenzkum bönkum eru því enn sem fyrr aðlaðandi í augum þeirra sem eru sólgnir í veiðileyfi á afkróaða viðskiptavini.Aðgát skal höfð Einkavæðing bankanna 1998-2003 mistókst svo hrapallega að Ísland varð að viðundri þegar bankarnir hrundu allir sem einn 2008. Lagaskilyrði sem eigendur banka þurfa að uppfylla voru skraddarasaumuð handa einkavinum. Í ljósi reynslunnar er ærin ástæða til að vera nú á varðbergi gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um eignarhald bankanna, ríkisstjórnar sem vílar ekki fyrir sér að afhenda örfáum útvegsmönnum tugmilljarða virði í makrílkvóta, meðan heilbrigðiskerfið getur ekki sinnt frumskyldum vegna fjárskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Bankar eru mikilvægar stofnanir líkt og t.d. flugfélög. Bankar eru samgöngufyrirtæki í þeim skilningi að þeim er ætlað að flytja fé á milli fólks og fyrirtækja gegn þóknun líkt og flugfélög flytja fólk og varning milli staða. Strangar öryggiskröfur eru gerðar til flugfélaga. Flugvirkjar sjá um viðhald vélanna til að tryggja að öllum kröfum sé fullnægt. Læknar fylgjast með heilsu flugmanna. Þá sjaldan flugvélum hlekkist á, eru atvikin rannsökuð í þaula. Engum dettur í hug að afgreiða flugslys með því að segja: Þetta er búið og gert, horfum fram á veginn. Drukkinn flugmaður er sóttur til saka þótt honum takist að lenda klakklaust. Lög og reglur kveða einnig á um samkeppni í flugi. Alþjóðasamfélagið vakir yfir öryggi í háloftunum. Flugrekstur er yfirleitt ekki mikill gróðavegur. Sjaldgæft er að stjórnmálamenn seilist til áhrifa í flugfélögum.Eftirlit Að réttu lagi ættu sömu sjónarmið að gilda um bankastarfsemi. Sú var raunin í Bandaríkjunum og víðar um heiminn eftir kreppuna miklu sem skall á 1929. Bankar hrundu þúsundum saman. Bandaríkjaþing setti þá lög til að banna bönkum að braska með sparifé, Glass-Steagall-lögin. Það hreif. Allt var með þokkalega kyrrum kjörum í bandarísku bankalífi þar til fennt hafði yfir minninguna um kreppuna 60 árum síðar og þingið dró úr bankaeftirliti að undirlagi bankanna sjálfra. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki mokuðu fé í þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi til að veikja viðnámsþrótt þeirra. Hvernig hefðu sömu þingmenn brugðizt við tillögu flugfélaga um minna öryggiseftirlit með heilbrigði flugmanna og viðhaldi véla? Spurningin svarar sér sjálf. Að sönnu er samkeppnin hörð á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu í krafti samkeppnislaga. Samt eru sumir bankar enn kallaðir of stórir til að falla (e. too big to fail). Í þessu ástandi felst dulinn ríkisstyrkur til bankanna sem leiðir af sér óhóflega áhættusækni. Ríkisstyrkir til einkarekstrar, leyndir eða ljósir, draga úr ábyrgð og hagkvæmni í rekstri. Bandarískir og evrópskir bankar hafa undangengin ár orðið uppvísir að lögbrotum (innherjasvikum, markaðsmisnotkun o.fl.) og hafa þurft að greiða háar sektir, en bankamenn hafa þó yfirleitt sloppið við dóma. Fyndinn maður sagði: Þetta er eins og að sekta hringveginn fyrir of hraðan akstur.Yfirráð Hér heima er vandinn að því leyti tilfinnanlegri en í Bandaríkjunum og úti í Evrópu, að hér er engri erlendri samkeppni til að dreifa í bankarekstri. Innlendir bankar ganga á lagið. Þeir neyta fákeppnisstöðu sinnar til að heimta hærri vexti af lántakendum en þeir gætu ella gert og greiða lægri vexti af innstæðum. Þess vegna er vaxtamunurinn, þ.e. munur útlánsvaxta og innlánsvaxta, meiri á Íslandi en í nálægum löndum. Þess vegna eru bankarnir óhagkvæmir í rekstri eins og jafnvel Seðlabankinn finnur að í nýrri skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og enn of stórir, sjö árum eftir hrun. Þannig var þetta fyrir hrun eins og ég margbenti á hér í Fréttablaðinu og víðar, þótt Seðlabankinn þrætti þá. Yfirráð yfir íslenzkum bönkum eru því enn sem fyrr aðlaðandi í augum þeirra sem eru sólgnir í veiðileyfi á afkróaða viðskiptavini.Aðgát skal höfð Einkavæðing bankanna 1998-2003 mistókst svo hrapallega að Ísland varð að viðundri þegar bankarnir hrundu allir sem einn 2008. Lagaskilyrði sem eigendur banka þurfa að uppfylla voru skraddarasaumuð handa einkavinum. Í ljósi reynslunnar er ærin ástæða til að vera nú á varðbergi gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um eignarhald bankanna, ríkisstjórnar sem vílar ekki fyrir sér að afhenda örfáum útvegsmönnum tugmilljarða virði í makrílkvóta, meðan heilbrigðiskerfið getur ekki sinnt frumskyldum vegna fjárskorts.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun