Með gítarinn í Asíu Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 12:30 Ögmundur Þór Jóhannesson stendur fyrir Midnight Sun Guitar Festival ásamt félaga sínum, Svani Vilbergssyni. Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira