Aðdáendur á Instagram trylltir yfir tónleikaröð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 22:00 Of Monsters and Men aðdáendur Instagram Tónleikaröð hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hófst fyrir viku síðan og hélt sveitin sex tónleika í fyrstu vikunni. Fyrstu tónleikarnir voru í Toronto í Kanada en sveitin hélt þaðan til Bandaríkjanna og treður þar upp í fjölmörgum borgum alveg fram í júnímánuð. Sveitin nýtur mikilla vinsælda vestanhafs og keppast aðdáendur sveitarinnar við að lofa hana á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa einnig farið fögrum orðum um tónleika sveitarinnar og er hún sögð vera í feiknaformi.Töfrar í loftinu Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þá tónleika sem sveitin hefur haldið. Í umsögn miðilsins Blare Magazine kemur fram að svo virðist sem töfrar hafi verið í loftinu á meðan sveitin lék fyrir tónleikagesti. Uppistaða tónleikanna á ferðalaginu eru lög af nýrri plötu Of Monsters and Men, sem ber titilinn Beneath the Skin og kemur út í júní. „Áhorfendur, sem voru eins konar tilraunadýr fyrir nýtt efni sveitarinnar, elskuðu hverja einustu stund. Í lok hvers lags fögnuðu þeir af miklum krafti og roðnuðu hljómsveitarmeðlimir vegna þess hve vel áhorfendur tóku í nýju lögin,“ segir blaðamaður miðilsins Live in Limbo, um tónleika sveitarinnar í Toronto fyrir viku. Hann segir sviðsmyndina hafa verið frábæra og að nýju lög sveitarinnar hafi hljómað ótrúlega vel.Líkir Arnari við Phil Collins Blaðamaður Live in Limbo fór af mikilli nákvæmni yfir tónleika sveitarinnar. Hann segir til að mynda frá því þegar Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona bað áhorfendur um að standa upp í lok eins lagsins. Áhorfendur tóku Nönnu á orðinu og enginn sat í kjölfar orða hennar. Blaðamaðurinn hrósaði Arnari Róenkranz Hilmarssyni í hástert. Hann líkir stíl Arnars við trommarann fræga, Phil Collins, sem er líklega þekktastur sem meðlimur sveitarinnar Genesis. En að mati blaðamannsins stóð Ragnhildur Gunnarsdóttir upp úr. Fjölhæfni Ragnhildar vakti mikla athygli blaðamanns en hún lék á fjögur hljóðfæri og söng bakraddir á tónleikunum.Æstir aðdáendur Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Twitter má vel skynja aðdáun margra á sveitinni íslensku. Þegar nafn sveitarinnar er slegið inn í leitarvélar samfélagsmiðlanna sést aragarúi of lofi frá æstum aðdáendum. Undanfarna viku hafa á bilinu fimm hundruð til eitt þúsund tíst birst daglega um sveitina á Twitter. Tísti um sveitina hefur fjölgað talsvert frá því að tónleikaferðalagið hófst. Vinsældir sveitarinnar á Instagram eru síst minni. Þar birtast hundruð mynda og myndbanda daglega sem merkt eru sveitinni. Flestar myndanna og myndbandanna eru af tónleikum sveitarinnar og er ljóst að hún nýtur mikillar hylli og að aðdáendur eru ákaflega sáttir með frammistöðu Of Monsters and Men. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónleikaröð hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hófst fyrir viku síðan og hélt sveitin sex tónleika í fyrstu vikunni. Fyrstu tónleikarnir voru í Toronto í Kanada en sveitin hélt þaðan til Bandaríkjanna og treður þar upp í fjölmörgum borgum alveg fram í júnímánuð. Sveitin nýtur mikilla vinsælda vestanhafs og keppast aðdáendur sveitarinnar við að lofa hana á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa einnig farið fögrum orðum um tónleika sveitarinnar og er hún sögð vera í feiknaformi.Töfrar í loftinu Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þá tónleika sem sveitin hefur haldið. Í umsögn miðilsins Blare Magazine kemur fram að svo virðist sem töfrar hafi verið í loftinu á meðan sveitin lék fyrir tónleikagesti. Uppistaða tónleikanna á ferðalaginu eru lög af nýrri plötu Of Monsters and Men, sem ber titilinn Beneath the Skin og kemur út í júní. „Áhorfendur, sem voru eins konar tilraunadýr fyrir nýtt efni sveitarinnar, elskuðu hverja einustu stund. Í lok hvers lags fögnuðu þeir af miklum krafti og roðnuðu hljómsveitarmeðlimir vegna þess hve vel áhorfendur tóku í nýju lögin,“ segir blaðamaður miðilsins Live in Limbo, um tónleika sveitarinnar í Toronto fyrir viku. Hann segir sviðsmyndina hafa verið frábæra og að nýju lög sveitarinnar hafi hljómað ótrúlega vel.Líkir Arnari við Phil Collins Blaðamaður Live in Limbo fór af mikilli nákvæmni yfir tónleika sveitarinnar. Hann segir til að mynda frá því þegar Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona bað áhorfendur um að standa upp í lok eins lagsins. Áhorfendur tóku Nönnu á orðinu og enginn sat í kjölfar orða hennar. Blaðamaðurinn hrósaði Arnari Róenkranz Hilmarssyni í hástert. Hann líkir stíl Arnars við trommarann fræga, Phil Collins, sem er líklega þekktastur sem meðlimur sveitarinnar Genesis. En að mati blaðamannsins stóð Ragnhildur Gunnarsdóttir upp úr. Fjölhæfni Ragnhildar vakti mikla athygli blaðamanns en hún lék á fjögur hljóðfæri og söng bakraddir á tónleikunum.Æstir aðdáendur Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Twitter má vel skynja aðdáun margra á sveitinni íslensku. Þegar nafn sveitarinnar er slegið inn í leitarvélar samfélagsmiðlanna sést aragarúi of lofi frá æstum aðdáendum. Undanfarna viku hafa á bilinu fimm hundruð til eitt þúsund tíst birst daglega um sveitina á Twitter. Tísti um sveitina hefur fjölgað talsvert frá því að tónleikaferðalagið hófst. Vinsældir sveitarinnar á Instagram eru síst minni. Þar birtast hundruð mynda og myndbanda daglega sem merkt eru sveitinni. Flestar myndanna og myndbandanna eru af tónleikum sveitarinnar og er ljóst að hún nýtur mikillar hylli og að aðdáendur eru ákaflega sáttir með frammistöðu Of Monsters and Men.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira