Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2015 08:00 Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira