Kvennasamsærið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2015 00:00 Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður jafnrétti kynjanna náð árið 2095 ef baráttan heldur áfram á sama hraða og nú. Hjúkkets, segi ég nú bara. Ég þarf að ná að verða 115 ára gamall til þess að ég missi forréttindi mín og vegna ástar minnar á sætabrauði næ ég líklega ekki nema hálfum þeim aldri. Ég mun því aldrei þurfa að upplifa óréttlæti á borð við það að fá ekki meiri laun fyrir sömu vinnu og konur. Sonarsonarsonarsonur minn verður hins vegar ekki eins heppinn. Þegar hann fer út á vinnumarkaðinn, eftir 80 ár, mun hann þurfa að sætta sig við sömu lúsarlaunin og stelpurnar sem hann útskrifast með. Getnaðarlimur hans mun ekki veita honum neitt forskot — og í raun ekki þjóna neinum tilgangi nema að pissa og búa til fólk. Hann mun þurfa að þola beinar útsendingar frá kvennabolta á besta tíma. Og jafnvel konur að lýsa karlaboltanum. Hann mun þurfa að horfa á kvikmyndir með rúmlega fertugum eða jafnvel fimmtugum leikkonum í bitastæðum hlutverkum. Og það verður ekki lengur samfélagslega viðurkennt að klípa í brjóst og rassa ókunnugra kvenna á djamminu. Sem betur fer mun þetta ekki gerast fyrr en eftir 80 ár. Greyið strákurinn samt, að þurfa að búa í svona karlfjandsamlegum heimi. Mér er skapi næst að byrja að safna peningum inn á lokaða bók fyrir hann svo hann muni finna minna fyrir forréttindaskortinum. En þessa framtíð vill heilt eitt prósent íslenskra karlmanna. HEILT PRÓSENT — sem styrkir HeForShe–átakið mánaðarlega með þúsund krónum! Og ef fleiri karlmenn láta narra sig út í þetta gæti jafnrétti náðst jafnvel fyrr en eftir 80 ár. Spúkí tilhugsun, en vonandi verð ég dauður. Og allir aðrir sem hugsa eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður jafnrétti kynjanna náð árið 2095 ef baráttan heldur áfram á sama hraða og nú. Hjúkkets, segi ég nú bara. Ég þarf að ná að verða 115 ára gamall til þess að ég missi forréttindi mín og vegna ástar minnar á sætabrauði næ ég líklega ekki nema hálfum þeim aldri. Ég mun því aldrei þurfa að upplifa óréttlæti á borð við það að fá ekki meiri laun fyrir sömu vinnu og konur. Sonarsonarsonarsonur minn verður hins vegar ekki eins heppinn. Þegar hann fer út á vinnumarkaðinn, eftir 80 ár, mun hann þurfa að sætta sig við sömu lúsarlaunin og stelpurnar sem hann útskrifast með. Getnaðarlimur hans mun ekki veita honum neitt forskot — og í raun ekki þjóna neinum tilgangi nema að pissa og búa til fólk. Hann mun þurfa að þola beinar útsendingar frá kvennabolta á besta tíma. Og jafnvel konur að lýsa karlaboltanum. Hann mun þurfa að horfa á kvikmyndir með rúmlega fertugum eða jafnvel fimmtugum leikkonum í bitastæðum hlutverkum. Og það verður ekki lengur samfélagslega viðurkennt að klípa í brjóst og rassa ókunnugra kvenna á djamminu. Sem betur fer mun þetta ekki gerast fyrr en eftir 80 ár. Greyið strákurinn samt, að þurfa að búa í svona karlfjandsamlegum heimi. Mér er skapi næst að byrja að safna peningum inn á lokaða bók fyrir hann svo hann muni finna minna fyrir forréttindaskortinum. En þessa framtíð vill heilt eitt prósent íslenskra karlmanna. HEILT PRÓSENT — sem styrkir HeForShe–átakið mánaðarlega með þúsund krónum! Og ef fleiri karlmenn láta narra sig út í þetta gæti jafnrétti náðst jafnvel fyrr en eftir 80 ár. Spúkí tilhugsun, en vonandi verð ég dauður. Og allir aðrir sem hugsa eins og ég.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun