ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Einungis lítill hluti flóttamanna frá Ramadi gistir nú í tjöldum. Meirihlutinn sefur undir berum himni. Nordicphotos/AFP Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48
Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00
Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14
Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32
ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21