Hvað er svona merkilegt við útgerð? Skjóðan skrifar 20. maí 2015 12:00 Tilraun sjávarútvegsráðherra til að framselja í raun varanleg yfirráð yfir makrílnum í íslenskri landhelgi til örfárra útgerðarfyrirtækja er runnin út í sandinn. Kornið sem fyllti mælinn var væntanlega tilkynning frá Fiskistofu um að stofnunin væri engan veginn búin undir að standa fyrir framkvæmd þeirra breytinga sem frumvarp ráðherra felur í sér. Þingmeirihlutinn fer ekki í stríð við þjóðina og mögulega forsetann um þetta mál – ekki að sinni. Harður áróður hefur verið rekinn fyrir því að íslenskur sjávarútvegur sé svo sérstök atvinnugrein að um hana gildi ekki almennar reglur, sem annars gilda í öllum viðskiptum alls staðar. Grunnur arðbærs sjávarútvegs hér á landi liggur í því að nýta mjög verðmæta og takmarkaða auðlind, sem er í sameign þjóðarinnar. Fram til þessa hefur aflaheimildum verið úthlutað til eins árs í senn og veiðigjöld verið afskaplega hófleg, alla vega gagnvart stórútgerðinni, sem auk þess að ráða yfir megninu af bolfiskkvótanum situr á nánast öllum uppsjávarkvóta. Á síðustu árum hafa stjórnvöld reynt að koma á langtímaúthlutun á kvóta sem felur í sér varanlegt framsal til fárra á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Engu virðist breyta hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn. Allir vilja þeir koma kvótanum í varanlegt fóstur hjá stórútgerðinni. Rökin hafa verið þau að útgerð kalli á svo miklar fjárfestingar að nauðsynlegt sé að fyrirsjáanleiki ríki í greininni. Menn muni einfaldlega ekki fjárfesta nema hafa fiskinn ávallt tryggan alla vega 15 ár inn í framtíðina. Fjárfestingarskortur muni leiða til hnignunar íslensks sjávarútvegs og þar með skerða lífskjör þjóðarinnar. En heldur þessi málflutningur vatni? Hver er munurinn á t.d. útgerðarfyrirtæki og flutningaskipafélagi eða flugfélagi? Ekki kallar flutningastarfsemi eða flugrekstur á minni fjárfestingar en útgerð. Í öllum tilfellum standa eigendur fyrirtækjanna frammi fyrir því að reksturinn er háður mikilli óvissu. Hvernig þróast olíuverð? Hvernig þróast almennt efnahagsástand í heiminum? Hvernig þróast verðlag vörunnar sem verið er að selja? Hví þurfa ekki skipafélög og flugfélög sérstaka niðurgreiðslu eins og útgerðin? Það þarf auðvitað ekki að afhenda útgerðinni fiskinn í sjónum til varanlegra afnota til að sjávarútvegur á Íslandi skili þjóðarbúinu hámarks tekjum. Það ætti að bjóða upp kvótahlutdeild til hæstbjóðenda til skamms tíma í senn, t.d. til 1-3 ára og hægt er að tryggja með almennum reglum að erlendir kaupendur sogi ekki auðlindina úr landi. Frjáls markaður með aflaheimildir og efling fiskmarkaða tryggir hráefnisöryggi þeirra sem stunda samkeppnishæfa starfsemi. Svona fyrirkomulag tryggir hámarksafrakstur til þjóðarinnar af auðlindinni en ekki ofurhagnað örfárra handhafa kvótans, eins og nú er.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Tilraun sjávarútvegsráðherra til að framselja í raun varanleg yfirráð yfir makrílnum í íslenskri landhelgi til örfárra útgerðarfyrirtækja er runnin út í sandinn. Kornið sem fyllti mælinn var væntanlega tilkynning frá Fiskistofu um að stofnunin væri engan veginn búin undir að standa fyrir framkvæmd þeirra breytinga sem frumvarp ráðherra felur í sér. Þingmeirihlutinn fer ekki í stríð við þjóðina og mögulega forsetann um þetta mál – ekki að sinni. Harður áróður hefur verið rekinn fyrir því að íslenskur sjávarútvegur sé svo sérstök atvinnugrein að um hana gildi ekki almennar reglur, sem annars gilda í öllum viðskiptum alls staðar. Grunnur arðbærs sjávarútvegs hér á landi liggur í því að nýta mjög verðmæta og takmarkaða auðlind, sem er í sameign þjóðarinnar. Fram til þessa hefur aflaheimildum verið úthlutað til eins árs í senn og veiðigjöld verið afskaplega hófleg, alla vega gagnvart stórútgerðinni, sem auk þess að ráða yfir megninu af bolfiskkvótanum situr á nánast öllum uppsjávarkvóta. Á síðustu árum hafa stjórnvöld reynt að koma á langtímaúthlutun á kvóta sem felur í sér varanlegt framsal til fárra á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Engu virðist breyta hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn. Allir vilja þeir koma kvótanum í varanlegt fóstur hjá stórútgerðinni. Rökin hafa verið þau að útgerð kalli á svo miklar fjárfestingar að nauðsynlegt sé að fyrirsjáanleiki ríki í greininni. Menn muni einfaldlega ekki fjárfesta nema hafa fiskinn ávallt tryggan alla vega 15 ár inn í framtíðina. Fjárfestingarskortur muni leiða til hnignunar íslensks sjávarútvegs og þar með skerða lífskjör þjóðarinnar. En heldur þessi málflutningur vatni? Hver er munurinn á t.d. útgerðarfyrirtæki og flutningaskipafélagi eða flugfélagi? Ekki kallar flutningastarfsemi eða flugrekstur á minni fjárfestingar en útgerð. Í öllum tilfellum standa eigendur fyrirtækjanna frammi fyrir því að reksturinn er háður mikilli óvissu. Hvernig þróast olíuverð? Hvernig þróast almennt efnahagsástand í heiminum? Hvernig þróast verðlag vörunnar sem verið er að selja? Hví þurfa ekki skipafélög og flugfélög sérstaka niðurgreiðslu eins og útgerðin? Það þarf auðvitað ekki að afhenda útgerðinni fiskinn í sjónum til varanlegra afnota til að sjávarútvegur á Íslandi skili þjóðarbúinu hámarks tekjum. Það ætti að bjóða upp kvótahlutdeild til hæstbjóðenda til skamms tíma í senn, t.d. til 1-3 ára og hægt er að tryggja með almennum reglum að erlendir kaupendur sogi ekki auðlindina úr landi. Frjáls markaður með aflaheimildir og efling fiskmarkaða tryggir hráefnisöryggi þeirra sem stunda samkeppnishæfa starfsemi. Svona fyrirkomulag tryggir hámarksafrakstur til þjóðarinnar af auðlindinni en ekki ofurhagnað örfárra handhafa kvótans, eins og nú er.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira