Eitt mikilvægasta framlagið til hagfræði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Stærðfræðingurinn John Nash tók við Abelverðlaununum í Ósló þann 19. maí síðastliðinn. Hann og eiginkona hans létust í bílslysi á laugardaginn. nordicphotos/afp Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur. Nóbelsverðlaun Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira