Eitt mikilvægasta framlagið til hagfræði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Stærðfræðingurinn John Nash tók við Abelverðlaununum í Ósló þann 19. maí síðastliðinn. Hann og eiginkona hans létust í bílslysi á laugardaginn. nordicphotos/afp Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur. Nóbelsverðlaun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira