Andleysi við miðju jarðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. maí 2015 11:30 Leikararnir Alda Arnardóttir, Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldursdóttir mynda leikhópinn í leikverkinu Hávamál. Visir/GVA Leiklist Hávamál Sýnt í Tjarnarbíói Höfundur:Þórarinn Eldjárn og leikhópurinn Leikarar: Pétur Eggerz, Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir Leikstjóri: Torkild Lindebjerg Leikmynd:Rósa Sigrún Jónsdóttir Búningar:Catherine Giacomini Tónlist og hljóðmynd:Guðni Franzson Lýsing:Ólafur Pétur Georgsson Söngur:Stefán Franz Guðnason, Megas Möguleikhúsið fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu með uppsetningu á leikverkinu Hávamál sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Fimmtán ár eru síðan leikhópurinn sýndi Völuspá á sömu hátíð og nú snúa þau sér aftur að hinum kynngimagnaða hugmyndaheimi goðafræðinnar. Á ónefndu fjalli rís voldugt tré upp úr jörðu; Askur Yggdrasils, miðpunktur heimsins og uppspretta óendanlegrar visku. Mæðgur, týndar á ferðalagi sínu, leita að leiðinni heim, rekast á dularfullan mann sem er allir og enginn í senn, kallaður mörgum nöfnum og býr yfir ýmsum klækjabrögðum. En er honum treystandi? Verkið er unnið upp úr endurortum texta Þórarins Eldjárn en hann gaf út fallega bók, myndskreytta af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, árið 2011 þar sem Gestaþáttur Hávamála var færður á nútímalegra mál. Skilaboð þessa rómaða og frægasta þáttar ljóðabálksins grundvallast á mannlegri tilvist og þeim lexíum sem læra má af henni. Lærdómsríkur og fallegur texti sem er við hæfi allra aldurshópa, svo mikið er alveg ljóst. En þrátt fyrir gífurlega frjóan jarðveg byrja sprungur fljótlega að koma í ljós í þessari sýningu. Spyrja má til hvaða áhorfendahóps leikverkið talar en samkvæmt auglýsingum er það ætlað áhorfendum tíu ára og eldri. Eitt af grunnvandamálunum sýningarinnar liggur í sjálfu leikhandritinu, sem er afskaplega dapurt, og hvernig framvindan er útskýrð. Mæðgurnar fara í þetta frækna ferðalag upp á heiði svo að dóttirin geti sannað útileguhæfileika sína fyrir móður sinni því hana langar á Hróarskelduhátíðina í Danmörku með vinum sínum. Raunsæi er klárlega einungis einn angi sviðslista en einhverja vitsmunalega og tilfinningalega tengingu verða áhorfendurnir að hafa í verkum líkt og þessu svo að persónur þess og ákvarðanir þeirra verði trúanlegar. Ekkert gefur til kynna í heimi Hávamála né okkar að sextán ára unglingsstelpa sé líkleg til að fá leyfi móður sinnar til að fara ein á Hróarskeldu, hvað þá að vinir hennar hafi fengið leyfi og jafnvel að Hróarskelda sé í tísku hjá unglingum nú til dags. Þetta er bara dæmi um þá fjölmörgu galla handritsins sem rétt hangir saman á Hávamálum en þau eru saumuð inn í ofureinfaldan söguþráð, sem skortir algjörlega innra samræmi, líkt og síendurtekin predikunarpása. Atvik í sögunni virðast vera leikrænar afsakanir til að koma skilaboðum Hávamála á framfæri frekar en reynslusaga tveggja manneskja. Engin tenging er á milli persónanna, engin tilfinningaleg þróun á sér stað og í raun er enga niðurstöðu að finna heldur. Pétur Eggerz leikur hinn leyndardómsfulla gestgjafa mæðgnanna en er ósannfærandi að mestu þrátt fyrir ýmis skrípalæti. Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir hafa sáralítið að gera nema bregðast við trúðalátum og yfirlýsingum huldumannsins. Alla snerpu skortir í leikstjórnina sem er í höndum Torkild Lindebjerg og sviðið er illa nýtt en stór hluti atburðarásarinnar fer fram á takmörkuðum hluta þess. Sviðslausnir eru af allra ódýrustu gerð og ekkert uppbrot sjáanlegt í framsetningunni. Leikmyndina skapar Rósa Sigrún Jónsdóttir en hún er ágæt í sinni litadýrð þrátt fyrir að vera ansi flöt og búningar Catherine Giacomini eru frekar ófrumlegir. Svipaða sögu má segja um tónlistina og lýsinguna, engar eftirminnilegar áherslur eða skýr höfundareinkenni að sjá heldur eingöngu einfaldan og yfirborðskenndan ramma utan um meingallað handrit. Sviðsverk ætluð börnum hafa verið í miklum blóma á síðustu misserum og mörg þeirra verið virkilega góð en Hávamál skortir allan metnað, orku og gleði. Verk sem telja ekki lengra en þrjú korter geta haft gífurlegan sprengikraft en hér er sleginn sami þróttlitli takturinn frá upphafi til enda. Möguleikhúsið á að gera miklu betur heldur en þetta miðað við reynslu leikhópsins og gæði efniviðarins.Niðurstaða: Möguleikhúsið missir marks í daufri og ófrumlegri sýningu. Gagnrýni Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist Hávamál Sýnt í Tjarnarbíói Höfundur:Þórarinn Eldjárn og leikhópurinn Leikarar: Pétur Eggerz, Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir Leikstjóri: Torkild Lindebjerg Leikmynd:Rósa Sigrún Jónsdóttir Búningar:Catherine Giacomini Tónlist og hljóðmynd:Guðni Franzson Lýsing:Ólafur Pétur Georgsson Söngur:Stefán Franz Guðnason, Megas Möguleikhúsið fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu með uppsetningu á leikverkinu Hávamál sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Fimmtán ár eru síðan leikhópurinn sýndi Völuspá á sömu hátíð og nú snúa þau sér aftur að hinum kynngimagnaða hugmyndaheimi goðafræðinnar. Á ónefndu fjalli rís voldugt tré upp úr jörðu; Askur Yggdrasils, miðpunktur heimsins og uppspretta óendanlegrar visku. Mæðgur, týndar á ferðalagi sínu, leita að leiðinni heim, rekast á dularfullan mann sem er allir og enginn í senn, kallaður mörgum nöfnum og býr yfir ýmsum klækjabrögðum. En er honum treystandi? Verkið er unnið upp úr endurortum texta Þórarins Eldjárn en hann gaf út fallega bók, myndskreytta af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, árið 2011 þar sem Gestaþáttur Hávamála var færður á nútímalegra mál. Skilaboð þessa rómaða og frægasta þáttar ljóðabálksins grundvallast á mannlegri tilvist og þeim lexíum sem læra má af henni. Lærdómsríkur og fallegur texti sem er við hæfi allra aldurshópa, svo mikið er alveg ljóst. En þrátt fyrir gífurlega frjóan jarðveg byrja sprungur fljótlega að koma í ljós í þessari sýningu. Spyrja má til hvaða áhorfendahóps leikverkið talar en samkvæmt auglýsingum er það ætlað áhorfendum tíu ára og eldri. Eitt af grunnvandamálunum sýningarinnar liggur í sjálfu leikhandritinu, sem er afskaplega dapurt, og hvernig framvindan er útskýrð. Mæðgurnar fara í þetta frækna ferðalag upp á heiði svo að dóttirin geti sannað útileguhæfileika sína fyrir móður sinni því hana langar á Hróarskelduhátíðina í Danmörku með vinum sínum. Raunsæi er klárlega einungis einn angi sviðslista en einhverja vitsmunalega og tilfinningalega tengingu verða áhorfendurnir að hafa í verkum líkt og þessu svo að persónur þess og ákvarðanir þeirra verði trúanlegar. Ekkert gefur til kynna í heimi Hávamála né okkar að sextán ára unglingsstelpa sé líkleg til að fá leyfi móður sinnar til að fara ein á Hróarskeldu, hvað þá að vinir hennar hafi fengið leyfi og jafnvel að Hróarskelda sé í tísku hjá unglingum nú til dags. Þetta er bara dæmi um þá fjölmörgu galla handritsins sem rétt hangir saman á Hávamálum en þau eru saumuð inn í ofureinfaldan söguþráð, sem skortir algjörlega innra samræmi, líkt og síendurtekin predikunarpása. Atvik í sögunni virðast vera leikrænar afsakanir til að koma skilaboðum Hávamála á framfæri frekar en reynslusaga tveggja manneskja. Engin tenging er á milli persónanna, engin tilfinningaleg þróun á sér stað og í raun er enga niðurstöðu að finna heldur. Pétur Eggerz leikur hinn leyndardómsfulla gestgjafa mæðgnanna en er ósannfærandi að mestu þrátt fyrir ýmis skrípalæti. Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir hafa sáralítið að gera nema bregðast við trúðalátum og yfirlýsingum huldumannsins. Alla snerpu skortir í leikstjórnina sem er í höndum Torkild Lindebjerg og sviðið er illa nýtt en stór hluti atburðarásarinnar fer fram á takmörkuðum hluta þess. Sviðslausnir eru af allra ódýrustu gerð og ekkert uppbrot sjáanlegt í framsetningunni. Leikmyndina skapar Rósa Sigrún Jónsdóttir en hún er ágæt í sinni litadýrð þrátt fyrir að vera ansi flöt og búningar Catherine Giacomini eru frekar ófrumlegir. Svipaða sögu má segja um tónlistina og lýsinguna, engar eftirminnilegar áherslur eða skýr höfundareinkenni að sjá heldur eingöngu einfaldan og yfirborðskenndan ramma utan um meingallað handrit. Sviðsverk ætluð börnum hafa verið í miklum blóma á síðustu misserum og mörg þeirra verið virkilega góð en Hávamál skortir allan metnað, orku og gleði. Verk sem telja ekki lengra en þrjú korter geta haft gífurlegan sprengikraft en hér er sleginn sami þróttlitli takturinn frá upphafi til enda. Möguleikhúsið á að gera miklu betur heldur en þetta miðað við reynslu leikhópsins og gæði efniviðarins.Niðurstaða: Möguleikhúsið missir marks í daufri og ófrumlegri sýningu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira