Plástur á gatið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. júní 2015 00:01 Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun